Sport

HM-farar grípa í tómt ef þeir sækja vegabréfsáritanir á mánudag og þriðjudag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tólfan á EM í Frakklandi.
Tólfan á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm
Uppfært: Þeir sem eiga miða á leik í Rússlandi og svokallað Fan-ID, þurfa ekki vegabréfsáritun.



Rússneska sendiráðið verður opnað sérstaklega á morgun, laugardag, frá klukkan 9-12. Lokað verður í sendiráðinu á mánudag og þriðjudag vegna þjóðhátíðardaga í Rússlandi og því eru HM-farar, sem hyggjast sækja vegabréfsáritanir fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu, beðnir um að skipuleggja sig eftir því.

Svetlana Seregina, fulltrúi rússnesku ræðismannsskrifstofunnar á Íslandi, segir í samtali við Vísi að nokkur erill hafi verið í sendiráðinu í dag og undanfarna daga vegna vegabréfsumsókna íslenskra fótboltaáhugamanna.

Hún vekur athygli á sérstökum opnunartíma í sendiráðinu á morgun frá 9-12 eins og áður sagði en þeir sem freisti þess að sækja vegabréfsáritanir sínar eftir helgi muni koma að lokuðum dyrum á mánudag og þriðjudag.

HM í knattspyrnu fer fram í Rússlandi 14. júní til 15. júlí. Ísland spilar sinn fyrsta leik á mótinu gegn Argentínu laugardaginn 16. júní og því fer hver að verða síðastur að sækja vegabréfsáritanir til ferðarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×