Rodman hefur ferðast til Norður-Kóreu og myndað vinskap við Kim. Hann hefur sömuleiðis keppt í raunveruleikaþætti Trump, „Celebrity Apprentice“ og gerði það árið 2013.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að Rodman muni ekki koma að fundinum með opinberum hætti. Hann ferðist á eigin vegum og ekki á vegum ríkisins.
Thanks to my loyal sponsors from @potcoin and my team at @Prince_Mrketing , I will be flying to Singapore for the historical Summit. I'll give whatever support is needed to my friends, @realDonaldTrump and Marshall Kim Jong Un. pic.twitter.com/QGPZ8nPrBE
— Dennis Rodman (@dennisrodman) June 8, 2018
Talsmaður fyrirtækisins sagði Washington Post í gær að forsvarsmenn þess teldu að Rodman ætti friðarverðlaun skilið, ásamt þeim Trump og Kim.