Fótbolti

Juventus búið að kaupa Costa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Costa elskar að lyfta bikurum með Juve.
Costa elskar að lyfta bikurum með Juve. vísir/getty
Ítalíumeistarar Juventus gengu í gær frá kaupunum á brasilíska landsliðsmanninum Douglas Costa frá FC Bayern.

Juve greiddi þýska félaginu 35 milljónir punda eða 5 milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. Þessi skemmtilegi 27 ára gamli leikmaður skrifaði undir fjögurra ára samning við gömlu konuna eins og Juve er kallað.

Costa var í láni hjá Juve síðasta vetur og stóð sig frábærlega. Því var Juve ekki í neinum vafa um að galopna veskið fyrir leikmanninn.

Costa hóf feril sinn hjá Gremio  en fór til Shaktar Donetsk árið 2010. Hann flutti sig yfir til Bayern árið 2015 en er núna að njóta lífsins í Tórínó.

Hann er búinn að spila 23 landsleiki fyrir Brasilíu og verður með liðinu á HM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×