Úrúgvæ fer til Rússlands með góðan sigur á bakinu enda lentu Úrúgvæar ekki í neinum vandræðum gegn Úsbekistan í nótt.
Úrúgvæ vann leikinn í nótt, 3-0, en hann fór fram í höfuðborg Úrúgvæ, Montevideo.
Staðan var 1-0 í hálfleik en þá lagði Luis Suarez upp mark fyrir Giorgian de Arrascaeta. Suarez komst svo sjálfur á blað á 54. mínútu er hann skoraði úr vítaspyrnu.
Það var svo Jose Maria Gimenez sem skoraði þriðja og síðasta mark heimanna rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Úrúgvæ er í riðli með Rússum, Sádum og Egyptum á HM.
Suarez skoraði í sigri Úrúgvæ
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
