Hvernig brugðust vinnustaðir við #metoo? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 8. júní 2018 07:00 BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða. Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Stjórnendur telja almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Hér á landi eru um 17 þúsund launagreiðendur. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra 100 stærstu, sem flestir ef ekki allir hafa mannauðsstjóra að störfum og jafnvel mannauðsdeild. Eftir stendur spurningin hvernig aðrir íslenskir vinnustaðir hafa brugðist við #metoo umræðunni. Niðurstöður Höllu Maríu sýna hversu mikilvægt það er að hafa eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja að öryggi starfsfólks og jafnrétti kynjanna verði stóreflt líkt og hefur verið skýr krafa #metoo kvenna. Einnig þarf að breyta lögum til að stuðla að því að atvinnurekendur framfylgi skyldum sínum þannig að það varði þá háum sektum ef þeir sinna ekki forvörnum og upprætingu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og annars ofbeldis á vinnustöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu MeToo Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða. Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Stjórnendur telja almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Hér á landi eru um 17 þúsund launagreiðendur. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra 100 stærstu, sem flestir ef ekki allir hafa mannauðsstjóra að störfum og jafnvel mannauðsdeild. Eftir stendur spurningin hvernig aðrir íslenskir vinnustaðir hafa brugðist við #metoo umræðunni. Niðurstöður Höllu Maríu sýna hversu mikilvægt það er að hafa eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja að öryggi starfsfólks og jafnrétti kynjanna verði stóreflt líkt og hefur verið skýr krafa #metoo kvenna. Einnig þarf að breyta lögum til að stuðla að því að atvinnurekendur framfylgi skyldum sínum þannig að það varði þá háum sektum ef þeir sinna ekki forvörnum og upprætingu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og annars ofbeldis á vinnustöðum.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun