Hannes: Við erum hundsvekktir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2018 22:31 „Ég held að það hafi verið síðast gegn Lettum að við missum 2-0 forystu í síðari hálfleik og síðan þá höfum við unnið marga flotta sigra á þessum velli,“ sagði Hannes í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Við erum sjóaðir í því að halda úrslitum. Það er því eitthvað sem gerist. Leikurinn riðlast þegar þeir skora og það kom smá neisti í þeirra leik, enda hafa þeir engu að tapa. Svo er HM á bakvið eyrað hjá manni en það breytir því ekki að við erum hundsvekktir með niðurstöðuna.“ Hannes hefur verið að glíma við meiðsli eftir tímabilið í Danmörku og spilaði ekki þegar Ísland mætti Noregi á laugardagskvöldið. Hann sagði að það hafi verið frábær upplifun að spila í kvöld. „Ég hef verið að spara mig svolítið og hef verið að taka þátt í æfingunum af hálfum krafti. Ég hef ekki enn prófað fyrr en í kvöld að sparka boltanum út vegna nárans. Ég þigg þessa litlu sigra eins og að komast heill í gegnum leikinn. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér til Rússlands og gera góða hluti þar.“ Hann segist vera heill heilsu fyrir leikinn gegn Argentínu og ljóst að það verður erfitt verkefni sem bíður Hannesar og íslensku varnarinnar í þeim leik. „Við erum að fara að mæta fullt af góðum leikmönnum. Það er mikið talað um Messi en það má ekki gleyma hinum líka. En ég neita því ekki að það verður smá skjálfti þegar Messi fær hann í lappirnar og leggur af stað í vörnina okkar.“ „En ég er viss um að við náum okkar besta leik gegn Argentínu. Þá eru alltaf möguleikar.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10 Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
„Ég held að það hafi verið síðast gegn Lettum að við missum 2-0 forystu í síðari hálfleik og síðan þá höfum við unnið marga flotta sigra á þessum velli,“ sagði Hannes í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Við erum sjóaðir í því að halda úrslitum. Það er því eitthvað sem gerist. Leikurinn riðlast þegar þeir skora og það kom smá neisti í þeirra leik, enda hafa þeir engu að tapa. Svo er HM á bakvið eyrað hjá manni en það breytir því ekki að við erum hundsvekktir með niðurstöðuna.“ Hannes hefur verið að glíma við meiðsli eftir tímabilið í Danmörku og spilaði ekki þegar Ísland mætti Noregi á laugardagskvöldið. Hann sagði að það hafi verið frábær upplifun að spila í kvöld. „Ég hef verið að spara mig svolítið og hef verið að taka þátt í æfingunum af hálfum krafti. Ég hef ekki enn prófað fyrr en í kvöld að sparka boltanum út vegna nárans. Ég þigg þessa litlu sigra eins og að komast heill í gegnum leikinn. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér til Rússlands og gera góða hluti þar.“ Hann segist vera heill heilsu fyrir leikinn gegn Argentínu og ljóst að það verður erfitt verkefni sem bíður Hannesar og íslensku varnarinnar í þeim leik. „Við erum að fara að mæta fullt af góðum leikmönnum. Það er mikið talað um Messi en það má ekki gleyma hinum líka. En ég neita því ekki að það verður smá skjálfti þegar Messi fær hann í lappirnar og leggur af stað í vörnina okkar.“ „En ég er viss um að við náum okkar besta leik gegn Argentínu. Þá eru alltaf möguleikar.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10 Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18
Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10
Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30