Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2018 22:10 Gylfi Þór fagnar í leiknum gegn Noregi. vísir/vilhelm Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. Einu sinni sem oftar er Gylfi Þór Sigurðsson besti maður íslenska liðsins en það var frábært að sjá hvað hann lítur vel út þó svo hann sé búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Hálfleikarnir í leiknum voru auðvitað eins og svart og hvítt og fáir áberandi góðir í seinni hálfleik.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson - 7 Reyndi lítið á hann framan af. Gat lítið gert við mörkunum.Hólmar Örn Eyjólfsson - 6 Í nýrri stöðu. Stóð sína plikt varnarlega vel en gerði lítið fram á við. Þekkti sín takmörk.Kári Árnason - 7 Traustur lengstum og skoraði fínt mark. Svaf aðeins á verðinum í seinna marki Ganverja.Ragnar Sigurðsson - 7 Svolítið kærulaus á stundum og tefldi á tæpasta vað. Slapp þó allt fyrir horn.Ari Freyr Skúlason - 7 Mjög traustur í vörninni og reyndi sitt fram á við. Minnti þjálfarann á að honum er enn treystandi í liðið.Jóhann Berg Guðmundsson - 7 Virkilega sprækur í fyrri hálfleik og mikill kraftur í honum. Gaf svo eftir líkt og aðrir.Gylfi Þór Sigurðsson - 9 Gylfi var eins og kóngur í ríki sínu í fyrri hálfleik. Gæðin hreinlega láku af honum og ljóst að hann er miklu meira en til í slaginn fyrir HM.Emil Hallfreðsson - 6 Þekkir sín takmörk vel á miðjunni og reynir að gera hlutina einfalt. Gerði ein slæm mistök sem gefðu getað kostað mark.Birkir Bjarnason - 7 Virkilega líflegur framan af, sterkur á öllum sviðum og með góð hlaup í svæði. Virkar í fínu standi fyrir HM.Björn Bergmann Sigurðarson - 7 Hrikalega duglegur og veður af krafti í alla bolta. Vantar aðeins upp á að gera meira með boltann.Alfreð Finnbogason - 7 Duglegur frammi og skoraði flott framherjamark. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda fyrir HM.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) - 6 Djöflaðist eins og honum einum var lagið en vorkunn að koma inn í þennan lélega seinni hálfleik.Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu) - 6 Hafði úr litlu að moða enda Ísland lítið með boltann.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 76. mínútu)Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 88. mínútu)Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 90. mínútu) HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. Einu sinni sem oftar er Gylfi Þór Sigurðsson besti maður íslenska liðsins en það var frábært að sjá hvað hann lítur vel út þó svo hann sé búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Hálfleikarnir í leiknum voru auðvitað eins og svart og hvítt og fáir áberandi góðir í seinni hálfleik.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson - 7 Reyndi lítið á hann framan af. Gat lítið gert við mörkunum.Hólmar Örn Eyjólfsson - 6 Í nýrri stöðu. Stóð sína plikt varnarlega vel en gerði lítið fram á við. Þekkti sín takmörk.Kári Árnason - 7 Traustur lengstum og skoraði fínt mark. Svaf aðeins á verðinum í seinna marki Ganverja.Ragnar Sigurðsson - 7 Svolítið kærulaus á stundum og tefldi á tæpasta vað. Slapp þó allt fyrir horn.Ari Freyr Skúlason - 7 Mjög traustur í vörninni og reyndi sitt fram á við. Minnti þjálfarann á að honum er enn treystandi í liðið.Jóhann Berg Guðmundsson - 7 Virkilega sprækur í fyrri hálfleik og mikill kraftur í honum. Gaf svo eftir líkt og aðrir.Gylfi Þór Sigurðsson - 9 Gylfi var eins og kóngur í ríki sínu í fyrri hálfleik. Gæðin hreinlega láku af honum og ljóst að hann er miklu meira en til í slaginn fyrir HM.Emil Hallfreðsson - 6 Þekkir sín takmörk vel á miðjunni og reynir að gera hlutina einfalt. Gerði ein slæm mistök sem gefðu getað kostað mark.Birkir Bjarnason - 7 Virkilega líflegur framan af, sterkur á öllum sviðum og með góð hlaup í svæði. Virkar í fínu standi fyrir HM.Björn Bergmann Sigurðarson - 7 Hrikalega duglegur og veður af krafti í alla bolta. Vantar aðeins upp á að gera meira með boltann.Alfreð Finnbogason - 7 Duglegur frammi og skoraði flott framherjamark. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda fyrir HM.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) - 6 Djöflaðist eins og honum einum var lagið en vorkunn að koma inn í þennan lélega seinni hálfleik.Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu) - 6 Hafði úr litlu að moða enda Ísland lítið með boltann.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 76. mínútu)Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 88. mínútu)Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 90. mínútu)
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27