Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2018 21:00 Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að verða við öllum kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. Fjármálaráðherra hvatti þingmanninn til að kynna sér málin betur því hann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra enn eina ferðina út í sölu Kaupþings á hlutum í Arion banka á Alþingi í morgun og forkaupsrétt ríkisins á bréfunum sem þingmaðurinn vill meina að ríkið hafi afsalað sér. „Undirlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur vogunarsjóðanna hafa verið samþykktar. Sala hlutabréfa ríkisins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum forkaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi og flokk hans ekki hafa svarað því hvar ætti að taka tugi milljarða fyrir kaupum ríkisins á Arion banka eins og flokkurinn legði til og hvað ætti síðan að gera við þau bréf. „Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa því hann veit greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál,“ sagði Bjarni. Það væri erfitt að átta sig á í hvað þingmaðurinn væri að vísa í málflutningi sínum. Fjármálaráðherra sagði allar upplýsingar um sölu hlutabréfa Arion hafa komið fram og byggðu á samningum sem gerðir hefðu verið á sínum tíma. Ríkið fengi stighækkandi hlut í sölu Kaupþings á hlutabréfum í Arion banka miðað við verðmæti þeirra sem færist sem greiðsla inn á skuldabréf sem ríkið gaf út við fall Kaupþings. „Að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið, þannig að já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir,“ sagði Bjarni. Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að verða við öllum kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. Fjármálaráðherra hvatti þingmanninn til að kynna sér málin betur því hann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra enn eina ferðina út í sölu Kaupþings á hlutum í Arion banka á Alþingi í morgun og forkaupsrétt ríkisins á bréfunum sem þingmaðurinn vill meina að ríkið hafi afsalað sér. „Undirlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur vogunarsjóðanna hafa verið samþykktar. Sala hlutabréfa ríkisins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum forkaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi og flokk hans ekki hafa svarað því hvar ætti að taka tugi milljarða fyrir kaupum ríkisins á Arion banka eins og flokkurinn legði til og hvað ætti síðan að gera við þau bréf. „Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa því hann veit greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál,“ sagði Bjarni. Það væri erfitt að átta sig á í hvað þingmaðurinn væri að vísa í málflutningi sínum. Fjármálaráðherra sagði allar upplýsingar um sölu hlutabréfa Arion hafa komið fram og byggðu á samningum sem gerðir hefðu verið á sínum tíma. Ríkið fengi stighækkandi hlut í sölu Kaupþings á hlutabréfum í Arion banka miðað við verðmæti þeirra sem færist sem greiðsla inn á skuldabréf sem ríkið gaf út við fall Kaupþings. „Að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið, þannig að já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir,“ sagði Bjarni.
Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira