Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2018 21:00 Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að verða við öllum kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. Fjármálaráðherra hvatti þingmanninn til að kynna sér málin betur því hann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra enn eina ferðina út í sölu Kaupþings á hlutum í Arion banka á Alþingi í morgun og forkaupsrétt ríkisins á bréfunum sem þingmaðurinn vill meina að ríkið hafi afsalað sér. „Undirlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur vogunarsjóðanna hafa verið samþykktar. Sala hlutabréfa ríkisins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum forkaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi og flokk hans ekki hafa svarað því hvar ætti að taka tugi milljarða fyrir kaupum ríkisins á Arion banka eins og flokkurinn legði til og hvað ætti síðan að gera við þau bréf. „Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa því hann veit greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál,“ sagði Bjarni. Það væri erfitt að átta sig á í hvað þingmaðurinn væri að vísa í málflutningi sínum. Fjármálaráðherra sagði allar upplýsingar um sölu hlutabréfa Arion hafa komið fram og byggðu á samningum sem gerðir hefðu verið á sínum tíma. Ríkið fengi stighækkandi hlut í sölu Kaupþings á hlutabréfum í Arion banka miðað við verðmæti þeirra sem færist sem greiðsla inn á skuldabréf sem ríkið gaf út við fall Kaupþings. „Að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið, þannig að já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir,“ sagði Bjarni. Alþingi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að verða við öllum kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. Fjármálaráðherra hvatti þingmanninn til að kynna sér málin betur því hann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra enn eina ferðina út í sölu Kaupþings á hlutum í Arion banka á Alþingi í morgun og forkaupsrétt ríkisins á bréfunum sem þingmaðurinn vill meina að ríkið hafi afsalað sér. „Undirlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur vogunarsjóðanna hafa verið samþykktar. Sala hlutabréfa ríkisins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum forkaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi og flokk hans ekki hafa svarað því hvar ætti að taka tugi milljarða fyrir kaupum ríkisins á Arion banka eins og flokkurinn legði til og hvað ætti síðan að gera við þau bréf. „Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa því hann veit greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál,“ sagði Bjarni. Það væri erfitt að átta sig á í hvað þingmaðurinn væri að vísa í málflutningi sínum. Fjármálaráðherra sagði allar upplýsingar um sölu hlutabréfa Arion hafa komið fram og byggðu á samningum sem gerðir hefðu verið á sínum tíma. Ríkið fengi stighækkandi hlut í sölu Kaupþings á hlutabréfum í Arion banka miðað við verðmæti þeirra sem færist sem greiðsla inn á skuldabréf sem ríkið gaf út við fall Kaupþings. „Að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið, þannig að já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir,“ sagði Bjarni.
Alþingi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira