Brynjar Þór Björnsson mun leik með Tindastól á næstu leiktíð. Þetta herma heimildir Vísis en Brynjar ku skrifa undir samninginn á næstu dögum.
Brynjar er uppalinn í KR þar sem hann hefur átt magnaðan feril. Hann hefur leikið þar allan sinn feril að undanskilnu einu tímabili í Svíþjóð þar sem hann lék með Jämtland Basket.
Með KR hefur Brynjar átta sinnum orðið Íslandsmeistari, þar á meðal fimm síðustu ár, en nú vill hann breyta til og leikur á Króknum á næstu leiktíð.
Í vetur spilaði Brynjar 28 leiki og skoraði í þeim að meðaltali rúmlega tólf stig auk þses að taka þrjú fráköst og gaf rúmar tvær stoðsendingar að meðtali í leik.
Hann fingurbrotnaði rétt fyrir úrslitakeppnina en kom sér aftur á skrið og sigldi einn einum titlinum í hús fyrir KR er liðið vann, einmitt, Tindastól í úrslitaseríunni, 3-1.
Stólarnir eru ríkjandi bikarmeistarar en vilja bæta um betur og slá við KR í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir bættu við sig Danero Thomas á dögunum og ljóst að þeir mæta öflugir til leiks á næstu leiktíð.
Brynjar á leið í Tindastól
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
