Gaf Clinton annað tækifæri til að svara fyrir Monicu Lewinsky og #MeToo Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2018 10:53 Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Stephen Colbert. Vísir/getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert þjarmaði að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þætti sínum í gærkvöldi. Colbert spurði Clinton af hverju þeim síðarnefnda hefði komið á óvart að vera spurður út í samband sitt við Monicu Lewinsky í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar. Samband Clinton, sem þá var forseti Bandaríkjanna, og Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu, vakti heimsathygli á tíunda áratug síðustu aldar. Clinton, sem gaf nýlega út skáldsögu ásamt rithöfundinum James Patterson, hefur komið fram í fjölda viðtala upp á síðkastið til að kynna bókina.Sjá einnig: Myndi engu breyta Með spurningum sínum í gær vísaði Colbert til viðtals sem sýnt var á NBC-sjónvarpsstöðinni á mánudag og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu var Clinton inntur eftir því hvort hann hefði svarað öðruvísi fyrir gjörðir sínar nú en fyrir 20 árum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar, sem varpað hefur nýju ljósi á samskipti kynjanna og valdaójafnvægi innan þeirra. Spurningin virtist koma Clinton nokkuð í opna skjöldu og brást hann ókvæða við, að því er einhverjum fannst, en svaraði því til að hann stæði við viðbrögð sín á sínum tíma.Colbert tók upp þráðinn að nýju í gær og spurði Clinton hvort honum væri ljóst af hverju áhugi á sambandi hans og Lewinsky, og ábyrgð Clinton í því samhengi, hefði vaknað að nýju. „Mér fannst þetta taktlaust vegna þess að þú virtist móðgaður á meðan, með fullri virðingu fyrir þér, hegðun þín var þekktasta dæmið á minni ævi um karlmann í valdastöðu sem sýnir af sér ósæmilega, kynferðislega hegðun á vinnustað,“ sagði Colbert. „Þannig að það kemur manni ekki á óvart að þú yrðir spurður út í þetta. Af hverju varstu hissa?“ Clinton sagði svar sitt í NBC-viðtalinu ekki hafa verið „sína bestu stund.“ Hann sagðist þó standa við það sem hann sagði á mánudag og ítrekaði að hann hefði beðið fjölskyldu sína, Moniku Lewinsky og bandarísku þjóðina afsökunar. Þá sagðist Clinton oft hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar í #MeToo-samhengi en spurningarnar í NBC-viðtalinu hefðu verið ósanngjarnar.Viðtal Colbert við Clinton má sjá í heild í spilaranum að neðan. Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53 20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert þjarmaði að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þætti sínum í gærkvöldi. Colbert spurði Clinton af hverju þeim síðarnefnda hefði komið á óvart að vera spurður út í samband sitt við Monicu Lewinsky í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar. Samband Clinton, sem þá var forseti Bandaríkjanna, og Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu, vakti heimsathygli á tíunda áratug síðustu aldar. Clinton, sem gaf nýlega út skáldsögu ásamt rithöfundinum James Patterson, hefur komið fram í fjölda viðtala upp á síðkastið til að kynna bókina.Sjá einnig: Myndi engu breyta Með spurningum sínum í gær vísaði Colbert til viðtals sem sýnt var á NBC-sjónvarpsstöðinni á mánudag og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu var Clinton inntur eftir því hvort hann hefði svarað öðruvísi fyrir gjörðir sínar nú en fyrir 20 árum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar, sem varpað hefur nýju ljósi á samskipti kynjanna og valdaójafnvægi innan þeirra. Spurningin virtist koma Clinton nokkuð í opna skjöldu og brást hann ókvæða við, að því er einhverjum fannst, en svaraði því til að hann stæði við viðbrögð sín á sínum tíma.Colbert tók upp þráðinn að nýju í gær og spurði Clinton hvort honum væri ljóst af hverju áhugi á sambandi hans og Lewinsky, og ábyrgð Clinton í því samhengi, hefði vaknað að nýju. „Mér fannst þetta taktlaust vegna þess að þú virtist móðgaður á meðan, með fullri virðingu fyrir þér, hegðun þín var þekktasta dæmið á minni ævi um karlmann í valdastöðu sem sýnir af sér ósæmilega, kynferðislega hegðun á vinnustað,“ sagði Colbert. „Þannig að það kemur manni ekki á óvart að þú yrðir spurður út í þetta. Af hverju varstu hissa?“ Clinton sagði svar sitt í NBC-viðtalinu ekki hafa verið „sína bestu stund.“ Hann sagðist þó standa við það sem hann sagði á mánudag og ítrekaði að hann hefði beðið fjölskyldu sína, Moniku Lewinsky og bandarísku þjóðina afsökunar. Þá sagðist Clinton oft hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar í #MeToo-samhengi en spurningarnar í NBC-viðtalinu hefðu verið ósanngjarnar.Viðtal Colbert við Clinton má sjá í heild í spilaranum að neðan.
Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53 20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53
20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00
Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45