Fótbolti

Verður það Heimir, heppnin eða hetjudáðir Gylfa sem skila okkar áfram? Þitt val býr til spá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson með Aroni Einari Gunnarssyni.
Heimir Hallgrímsson með Aroni Einari Gunnarssyni. Vísir/Andri Marinó
Margir miðlar bjóða upp á lesendum sínum að setja saman spá um komandi heimsmeistaramót í fótbolta í Rússlandi sem hefst í næstu viku.

Spennan vex með hverjum deginum sem líður og opnunarleikur keppninnar er eftir nákvæmlega eina viku.

Það er alltaf mest spennandi fyrir okkur Íslendinga að sjá í þessum spám hvort að íslenska landsliðið komist upp úr sínum riðli og inn í útsláttarkeppnina alveg eins og á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.

Telegraph hefur sett saman öðruvísi spáferli en þar fá lesendur að meta mikilvægi ákveðna þátta og sjá hvað það val hefur áhrif á HM-spána.





Eftir að hafa metið mikilvægi sex þátta frá 1 til 5 þá skilar „spávél“ Telegraph því hvaða lið komast áfram upp úr riðlinum og hvernig útsláttarkeppnin muni spilast.

Það er alveg ljóst að með því að setja mikið vægi á landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson og heppnina auka spámenn líkurnar á því að íslenska landsliðið komist áfram í sextán liða úrslitin.

Það er öllum ljóst að litla Ísland er ekki með bestu knattspyrnumenn heims í sínu liði er liðsheildin gerir aftur á móti tilkall í að vera ein sú besta í heimi eins Lars okkar Lagerbäck þreyttist nú ekki á að tala um í viðtölum við fjölmiðla.

Þættirnir sex sem lesendur gefa einkunn eru form liðsins, saga liðsins á HM, leikmenn liðsins, þjálfarinn, sigurlíkurnar og að lokum heppnin.

Með því að fara inn á spásíðu Telegraph þá getur þú leikið að því að sjá hvaða mat muni skila íslenska landsliðinu áfram. Síðan er aðgengileg með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×