Rocky Horror heldur áfram í haust Benedikt Bóas skrifar 7. júní 2018 06:00 Hópurinn að baki Rocky Horror skemmti landsmönnum og gestum Grímuhátíðarinnar í gær en sýningin var tilnefnd til tvennra verðlauna. Meðal annars Páll Óskar í hlutverki sínu sem Frank-N-Furter. Vísir/sigtryggur „Það er búið að vera uppselt og sýningin átti að vera númer 49. Við vorum að ákveða að halda áfram og hún verður sýnd 8. september. Það er mikill áhugi og við erum ánægð með að geta haldið áfram,“ segir Vignir Egill Vigfússon, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Fella þurfti niður sýningu á Rocky Horror í gær vegna veikinda og verður síðasta sýning þann 10. júní. Þá fara leikarar í sumarfrí frá sýningunni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í september. Sýningin fékk tvær tilnefningar á Grímunni, Páll Óskar sem söngvari ársins og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi en forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar forðum daga þegar um 4.500 miðar seldust á einum sólarhring. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Frank-N-Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum í uppfærslu MH á verkinu. Baksviðs er oft mikill handagangur í öskjunni og að mörgu að hyggja. Hér er Páll Óskar í sminkstólnum að gera sig kláran. Vísir/AntonAuk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem er sögumaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal leikstjóri, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Lee Proud danshönnuður, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður. Það er því einvalalið sem stendur á sviðinu og einnig þau sem eru baksviðs. „Þetta fer í 53 sýningar og verður byrjað aftur í september og mikil spenna fyrir því. Ég veit að leikararnir eru spenntir fyrir að gera þetta áfram. Það er gaman að sýna þetta og Páll Óskar verður með. Þetta gerist ekki án hans,“ segir Vignir kátur þrátt fyrir að hafa þurft að fella niður sýningu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
„Það er búið að vera uppselt og sýningin átti að vera númer 49. Við vorum að ákveða að halda áfram og hún verður sýnd 8. september. Það er mikill áhugi og við erum ánægð með að geta haldið áfram,“ segir Vignir Egill Vigfússon, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Fella þurfti niður sýningu á Rocky Horror í gær vegna veikinda og verður síðasta sýning þann 10. júní. Þá fara leikarar í sumarfrí frá sýningunni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í september. Sýningin fékk tvær tilnefningar á Grímunni, Páll Óskar sem söngvari ársins og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi en forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar forðum daga þegar um 4.500 miðar seldust á einum sólarhring. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Frank-N-Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum í uppfærslu MH á verkinu. Baksviðs er oft mikill handagangur í öskjunni og að mörgu að hyggja. Hér er Páll Óskar í sminkstólnum að gera sig kláran. Vísir/AntonAuk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem er sögumaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal leikstjóri, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Lee Proud danshönnuður, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður. Það er því einvalalið sem stendur á sviðinu og einnig þau sem eru baksviðs. „Þetta fer í 53 sýningar og verður byrjað aftur í september og mikil spenna fyrir því. Ég veit að leikararnir eru spenntir fyrir að gera þetta áfram. Það er gaman að sýna þetta og Páll Óskar verður með. Þetta gerist ekki án hans,“ segir Vignir kátur þrátt fyrir að hafa þurft að fella niður sýningu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30