Fótbolti

Lukaku, Hazard og Fellaini sáu um Salah-lausa Egypta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku og Hazard fagna marki í kvöld.
Lukaku og Hazard fagna marki í kvöld. vísir/getty
Belgar unnu 3-0 sigur á Egyptum í næst síðasta vináttulandsleik sínum áður en HM í Rússlandi hefst. Leikið var í Brussel en Egyptar voru án Mo Salah sem er enn meiddur.

Romelu Lukaku kom Belgíu yfir á 27. mínútu leiksins og ellefu mínútum síðar tvöfaldaði Eden Hazadrd forystuna. 2-0 í hálfleik.

Lukaku og Hazard fóru báðir af velli í hálfleik en inn á kom leikmaður Manchester United, Marouane Fellaini.  Hann skoraði þriðja mark Belga í uppbótartíma.

Belgar spila einn leik til viðbótar áður en liðið heldur til Rússlands en á mánudaginn spilar liðið æfingarleik við Kosta Ríka.

Belgía er í riðli með Englandi, Panama og Túnis á HM í Rússlandi í sumar en liðið byrjar á að spila við Panama þann átjánda júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×