Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2018 19:15 Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson þingmenn Framsóknarflokksins lögðu frumvarpið fram og var það samþykkt með 52 atkvæðum í dag. Lögin taka síðan gildi 1. Janúar 2019. Samkvæmt lögunum má nema á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. Þó má ekki nema brott líffæri eða lífræn efni leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því. „Ég vona náttúrlega að þetta muni fjölga líffæragjöfum vegna þess að það er mikil þörf á því. Sérstaklega þegar við horfum til þess að við erum að eldast og það verður aukin þörf á líffærum í framtíðinni. Þetta er mjög gott skref í þá átt að fjölga líffæragjöfum,“ segir Silja Dögg. Og það hefur hallað svolítið á Íslendinga í þeim efnum? „Já, við höfum fengið meira en við höfum verið að gefa.“ Einnig sé mikilvægt að auka alla umræðu og fræðslu til að mynda meðal grunn- og framhaldsskólanema og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Velferðarnefnd gerði þá einu breytingu á frumvarpinu að ekki væri tilskilið að líffæragjafar væru sjálfráða þegar þeir létust. „Já, nefndin tók þá afstöðu til að koma ekki í veg fyrir líffæragjafir barna. Vegna þess að þær eru líka mjög mikilvægar,“ segir Silja Dögg. Áður mátti einungis nema líffæri á brott ef hinn látni hafði lýst vilja sínum til líffæragjafar fyrir andlátið, en nú er þeirri reglu snúið við og gengið út frá ætluðu samþykki. Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson þingmenn Framsóknarflokksins lögðu frumvarpið fram og var það samþykkt með 52 atkvæðum í dag. Lögin taka síðan gildi 1. Janúar 2019. Samkvæmt lögunum má nema á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. Þó má ekki nema brott líffæri eða lífræn efni leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því. „Ég vona náttúrlega að þetta muni fjölga líffæragjöfum vegna þess að það er mikil þörf á því. Sérstaklega þegar við horfum til þess að við erum að eldast og það verður aukin þörf á líffærum í framtíðinni. Þetta er mjög gott skref í þá átt að fjölga líffæragjöfum,“ segir Silja Dögg. Og það hefur hallað svolítið á Íslendinga í þeim efnum? „Já, við höfum fengið meira en við höfum verið að gefa.“ Einnig sé mikilvægt að auka alla umræðu og fræðslu til að mynda meðal grunn- og framhaldsskólanema og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Velferðarnefnd gerði þá einu breytingu á frumvarpinu að ekki væri tilskilið að líffæragjafar væru sjálfráða þegar þeir létust. „Já, nefndin tók þá afstöðu til að koma ekki í veg fyrir líffæragjafir barna. Vegna þess að þær eru líka mjög mikilvægar,“ segir Silja Dögg. Áður mátti einungis nema líffæri á brott ef hinn látni hafði lýst vilja sínum til líffæragjafar fyrir andlátið, en nú er þeirri reglu snúið við og gengið út frá ætluðu samþykki.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57