Búið að mynda nýjan meirihluta í Norðurþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 18:39 Kristján Þór Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður sveitarstjóri. vísir/stöð 2 Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, sem var faglega ráðinn í það starf fyrir fjórum árum en bauð sig nú fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skipaði þar 1. sæti á lista. Hann verður áfram sveitarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjafulltrúa kjörna, Samfylkingin einn og VG einn. VG missti einn mann og þar með féll meirihluti sem Sjálfstæðismenn og Vinstri græn mynduðu á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkur fékk svo þrjá menn kjörna og Listi samfélagsins einn mann. Í tilkynningu Kristjáns segir að samkomulagið byggi „á málefnasamningi byggðum á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí sl. Fulltrúar listanna þriggja hafa sammælst um að vinna að samstarfi þessu af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Þá segir að með meirihlutasamstarfinu felist ríkur vilji til þess að „ákvarðanataka sveitarstjórnar miði að því að fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti og þjónustan við hana sömuleiðis. Áhersla verði lögð á uppbyggingu svæða og samverustaða sem ýta undir útivist og aukna samveru íbúa Norðurþings.“ Einnig er stefnt að því að vinna markvisst með aðferðafræði Heilsueflandi samfélags þar sem meðal annars á að styðja betur við geðræktarmál, möguleikum til tómstundaiðkunar verður fjölgað og íþróttafélögum gert hærra undir höfði. „Ljóst er að á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á að sveitarstjórn leiti leiða til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki þannig að Norðurþing bjóði uppá enn eftirsóknarverðara umhverfi til búsetu og fyrirtækjareksturs. Áfram verður þó haldið þétt utan um rekstur sveitarfélagins og vanda verður til verka við áætlanagerð og eftirfylgni áætlana. Við viljum að sveitarstjórn og stofnanir sveitarfélagsins tileinki sér aðferðafræði Jákvæðs aga, líkt og unnið er með í nokkrum af grunnstofnunum sveitarfélagsins nú þegar. Þannig næst inn mikilvægt stef í stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag. Framboðin eru sammála um að sveitarstjóri Norðurþings verði áfram Kristján Þór Magnússon, en tillögur um skipan í önnur embætti kjörinna fulltrúa verði lagðar fram á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní n.k.“ Kosningar 2018 Norðurþing Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45 Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, sem var faglega ráðinn í það starf fyrir fjórum árum en bauð sig nú fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skipaði þar 1. sæti á lista. Hann verður áfram sveitarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjafulltrúa kjörna, Samfylkingin einn og VG einn. VG missti einn mann og þar með féll meirihluti sem Sjálfstæðismenn og Vinstri græn mynduðu á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkur fékk svo þrjá menn kjörna og Listi samfélagsins einn mann. Í tilkynningu Kristjáns segir að samkomulagið byggi „á málefnasamningi byggðum á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí sl. Fulltrúar listanna þriggja hafa sammælst um að vinna að samstarfi þessu af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Þá segir að með meirihlutasamstarfinu felist ríkur vilji til þess að „ákvarðanataka sveitarstjórnar miði að því að fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti og þjónustan við hana sömuleiðis. Áhersla verði lögð á uppbyggingu svæða og samverustaða sem ýta undir útivist og aukna samveru íbúa Norðurþings.“ Einnig er stefnt að því að vinna markvisst með aðferðafræði Heilsueflandi samfélags þar sem meðal annars á að styðja betur við geðræktarmál, möguleikum til tómstundaiðkunar verður fjölgað og íþróttafélögum gert hærra undir höfði. „Ljóst er að á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á að sveitarstjórn leiti leiða til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki þannig að Norðurþing bjóði uppá enn eftirsóknarverðara umhverfi til búsetu og fyrirtækjareksturs. Áfram verður þó haldið þétt utan um rekstur sveitarfélagins og vanda verður til verka við áætlanagerð og eftirfylgni áætlana. Við viljum að sveitarstjórn og stofnanir sveitarfélagsins tileinki sér aðferðafræði Jákvæðs aga, líkt og unnið er með í nokkrum af grunnstofnunum sveitarfélagsins nú þegar. Þannig næst inn mikilvægt stef í stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag. Framboðin eru sammála um að sveitarstjóri Norðurþings verði áfram Kristján Þór Magnússon, en tillögur um skipan í önnur embætti kjörinna fulltrúa verði lagðar fram á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní n.k.“
Kosningar 2018 Norðurþing Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45 Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30
Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45
Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46