Fótbolti

Rúmlega tvö þúsund miðar eftir á Ganaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku landsliðsmennirnir fyrir leikinn á móti Noregi.
Íslensku landsliðsmennirnir fyrir leikinn á móti Noregi. Vísir/Andri Marinó
Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, hóf blaðamannafund Heimis Hallgrímssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, með því að segja frá miðasölunni á leik Íslands og Gana sem hefur ekki gengið nógu vel.

Ómar sagði frá því að það séu enn tvö þúsund miðar á leikinn á móti Gana á Laugardalsvellinum annað kvöld og Ómar sagði jafnframt að það væri mjög mikið daginn fyrir leik.

Miðar á leiki íslenska landsliðsins hafa selst upp á skömmum tíma síðustu ár en minni áhugi virðist vera á þessum leik.

Ómar sagðist vonast eftir því að miðasalan tæki við sér og að íslenska landsliðið eigi góða kveðjustund með íslensku strákunum á morgun.

Þetta verður síðsti leikur íslensku strákanna áður en þeir fljúga til Rússlands á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×