Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Rússlandi eftir átta daga en strákarnir okkar hefja leik í Moskvu á móti Argentínu eftir tíu daga.
Upphafsleikur mótsins fer einnig fram í Moskvu en þá mætast gestgjafar Rússa og Sádi-Arabía. Ekki beint mest spennandi leikur mótsins en í báðum liðum er mikið af leikmönnum sem hinn almenni áhugamaður þekkir ekki.
En óttist ei. The Guardian hefur birt magnaða umfjöllun um öll liðin og alla 736 leikmennina á HM og má nú nálgast það helsta um allt og alla á einum stað.
Með því að smella hér má sjá helstu upplýsingar um öll 32 liðin sem keppa í Rússlandi og alla 736 leikmennina. Síða sem gott er að grípa til þegar að maður spyr sig hvaða leikmaður þetta er við sjónvarpsglápið í júní.
Að sjálfsögðu má lesa allt um strákana okkar fyrir þá sem eru ekki með allt á hreinu um þá en óhætta er að mæla með þessari stórkostlegu umfjöllun The Guardian.
736 leikmenn verða á HM og hér má lesa það helsta um þá alla

Tengdar fréttir

Sjáðu þegar Heimir og Gylfi hittu blaðamenn í Laugardalnum
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hélt blaðamannafund í dag fyrir vináttulandsleikinn á móti Gana á morgun og við hlið hans var landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.

Hannes: Sem betur fer voru þau ekki til 2007 því þá hefði ég verið jarðaður
Heiðursgestur Pepsimarkanna í vikunni var landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og Hörður Magnússon minntist á það þegar Pepsimörkin töluðu fyrir því á sínum tíma að Hannes yrði valinn í íslenska landsliðið.

8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli
Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli.