Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á sér stuðningsmenn út um allan heim og ansi margir sem munu styðja okkar menn á HM í Rússlandi.
Bandaríkin eru þar engin undantekning og nú berast tíðindi af því að það verði sérstakur stuðningsmannabar í Denver fyrir þá sem ætla að styðja íslenska liðið. Það er Celtic Tavern þar í borg sem ætlar að safna saman stuðningsmönnum Íslands.
Þeir ætla sér að bjóða upp á íslenskar drykkjarvörur meðan á HM stendur og þar á meðal Reyka vodka.
„Þegar Ísland vann England á EM fóru ótrúlega margir að halda með þeim. Meira að segja stuðningsmenn fótboltaliðsins hérna nota víkingaklappið. Það elska margir íslenska liðið og þar á meðal ég,“ segir Noel Hickey, eigandi knæpunnar.
„Þessir gaurar voru að veiða fyrir tveimur árum síðan en núna eru þeir á leið á HM. Þetta er algjörlega ótrúleg saga.“
Íslendingabar í Denver
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn