Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á sér stuðningsmenn út um allan heim og ansi margir sem munu styðja okkar menn á HM í Rússlandi.
Bandaríkin eru þar engin undantekning og nú berast tíðindi af því að það verði sérstakur stuðningsmannabar í Denver fyrir þá sem ætla að styðja íslenska liðið. Það er Celtic Tavern þar í borg sem ætlar að safna saman stuðningsmönnum Íslands.
Þeir ætla sér að bjóða upp á íslenskar drykkjarvörur meðan á HM stendur og þar á meðal Reyka vodka.
„Þegar Ísland vann England á EM fóru ótrúlega margir að halda með þeim. Meira að segja stuðningsmenn fótboltaliðsins hérna nota víkingaklappið. Það elska margir íslenska liðið og þar á meðal ég,“ segir Noel Hickey, eigandi knæpunnar.
„Þessir gaurar voru að veiða fyrir tveimur árum síðan en núna eru þeir á leið á HM. Þetta er algjörlega ótrúleg saga.“
Íslendingabar í Denver
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
