Erlendum farþegum fjölgaði í maí Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2018 06:18 Umferð um Keflavíkurflugvöll áfram að aukast, þó aukningin sé hlutfallslega minni en oft áður. Vísir/gva Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 165 þúsund talsins í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það eru um 19.200 fleiri brottfarir en í maí á síðasta ári, aukning sem nemur um 13,2 prósentum á milli ára. Fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu að um sé að ræða meiri hlutfallslega aukningu en aðra mánuði ársins. Sé litið til tímabilsins frá áramótum, eða janúar-maí, dregur úr aukningu í samanburði við fyrri ár. Í skýrslu sem send var á fjölmiðla er það jafnframt undirstrikað að flestir skiptifarþegar eru ekki inn í þessum tölum. Niðurstöður úr könnun sem Isavia lét framkvæma meðal brottfararfarþega á fyrsta ársfjórðungi ársins benda til að um 93 prósent brottfararfarþega séu að heimsækja Ísland í persónulegum eða viðskiptalegum tilgangi og að 3,5 prósent séu erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis til skemmri eða lengri tíma. Þeir sem millilenda án þess að fara út af flugvellinum séu 1,9 prósent og þeir sem millilenda og nýta tækifærið til að fara út af flugvellinum og heimsækja einhverja staði séu 2,0 prósent.Bandaríkjamenn fjölmennastir Brottfarir Bandaríkjamanna í maí voru 31,2 prósent af heildinni en þeir voru 18,3 prósent fleiri í ár en á síðasta ári. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar eða 7,2 prósent af heild í ár en þeir voru 11,1 prósent fleiri en árið 2017. Þar á eftir komu Bretar, 6,4 prósent af heild en þeim fækkaði um 6,3 prósent milli ára. Hlutfallslega er mest fjölgun í brottförum Pólverja sem voru 77 prósent fleiri í maí í ár en í fyrra. Ferðamálastofa áætlar að í talsverðu mæli sé um að ræða umferð pólskra ríkisborgara sem hér eru búsettir atvinnu sinnar vegna. Utanlandsferðum fjölgar Um 62.800 Íslendingar fóru utan í maí í ár eða 22,5% prósent fleiri en í maí 2017. Samtals voru brottfarir Íslendinga á tímabilinu janúar til maí um 251.600 talsins eða 11 prósent fleiri en á sama tímabili árið 2017. Nánar má ferðast um úttektina á vef Ferðamálastofu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýting herbergja ekki verri í sjö ár Herbergjanýting á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í apríl nam tæpum 66 prósentum og hefur hún ekki mælst minni í apríl síðan 2011. 5. júní 2018 06:00 Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 165 þúsund talsins í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það eru um 19.200 fleiri brottfarir en í maí á síðasta ári, aukning sem nemur um 13,2 prósentum á milli ára. Fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu að um sé að ræða meiri hlutfallslega aukningu en aðra mánuði ársins. Sé litið til tímabilsins frá áramótum, eða janúar-maí, dregur úr aukningu í samanburði við fyrri ár. Í skýrslu sem send var á fjölmiðla er það jafnframt undirstrikað að flestir skiptifarþegar eru ekki inn í þessum tölum. Niðurstöður úr könnun sem Isavia lét framkvæma meðal brottfararfarþega á fyrsta ársfjórðungi ársins benda til að um 93 prósent brottfararfarþega séu að heimsækja Ísland í persónulegum eða viðskiptalegum tilgangi og að 3,5 prósent séu erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis til skemmri eða lengri tíma. Þeir sem millilenda án þess að fara út af flugvellinum séu 1,9 prósent og þeir sem millilenda og nýta tækifærið til að fara út af flugvellinum og heimsækja einhverja staði séu 2,0 prósent.Bandaríkjamenn fjölmennastir Brottfarir Bandaríkjamanna í maí voru 31,2 prósent af heildinni en þeir voru 18,3 prósent fleiri í ár en á síðasta ári. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar eða 7,2 prósent af heild í ár en þeir voru 11,1 prósent fleiri en árið 2017. Þar á eftir komu Bretar, 6,4 prósent af heild en þeim fækkaði um 6,3 prósent milli ára. Hlutfallslega er mest fjölgun í brottförum Pólverja sem voru 77 prósent fleiri í maí í ár en í fyrra. Ferðamálastofa áætlar að í talsverðu mæli sé um að ræða umferð pólskra ríkisborgara sem hér eru búsettir atvinnu sinnar vegna. Utanlandsferðum fjölgar Um 62.800 Íslendingar fóru utan í maí í ár eða 22,5% prósent fleiri en í maí 2017. Samtals voru brottfarir Íslendinga á tímabilinu janúar til maí um 251.600 talsins eða 11 prósent fleiri en á sama tímabili árið 2017. Nánar má ferðast um úttektina á vef Ferðamálastofu
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýting herbergja ekki verri í sjö ár Herbergjanýting á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í apríl nam tæpum 66 prósentum og hefur hún ekki mælst minni í apríl síðan 2011. 5. júní 2018 06:00 Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Nýting herbergja ekki verri í sjö ár Herbergjanýting á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í apríl nam tæpum 66 prósentum og hefur hún ekki mælst minni í apríl síðan 2011. 5. júní 2018 06:00
Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00
Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15