Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júní 2018 06:00 Titringur er vegna myndlistar sem inniheldur nekt. VÍSIR/ANTON BRINK Innan Seðlabanka Íslands er nú til skoðunar með hvaða hætti skuli bregðast við kvörtun starfsmanns um að nektarmálverk sem prýða veggi bankans séu ósæmileg og beri að fjarlægja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið vakið nokkurn usla innan bankans þar sem skiptar skoðanir eru á réttmæti kvörtunarinnar. Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkuð safn klassískra myndlistarverka eftir, meðal annars, marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði starfsmaður bankans alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin, sem kom í kjölfar #metoo-byltingarinnar og þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum hana, var tekin alvarlega og endaði inni á borði stjórnenda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli. Sú vinna stendur enn og liggja örlög nektarverka hinna gömlu meistara innan veggja Seðlabanka Íslands ekki fyrir.Hilmar Einarsson. vísir/GVA„Það er til umræðu innan bankans hvar málverkum af þessu tagi eftir gömlu meistarana á borð við Gunnlaug Blöndal verður best fyrir komið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, aðspurður um málið en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um það þar sem um starfsmannamál væri að ræða. Einn helsti listspekúlant landsins, Hilmar Einarsson í Morkinskinnu, segir aðspurður að sér hugnist þessi vegferð Seðlabankans illa. Vissulega geti fólk haft skoðun á því hvað sé góð og slæm myndlist en þegar umræðan, í þessu tilfelli #metoo, snúist um að ritskoða listina sé farið yfir strikið. „Nei, þetta kemur ekki til mála að mínu mati. Mér finnst þetta út úr kortinu, því hvar á þetta að enda? Hvar eigum við þá að draga mörkin? Við yrðum þá bara að elta uppi alla listasöguna eins og hún leggur sig ef þú ætlar inn á þessi svæði,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að myndir Gunnlaugs, sérstaklega þær sem skilgreindar eru frá Parísartímabili listamannsins, séu afar eftirsóttar og flottar. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Innan Seðlabanka Íslands er nú til skoðunar með hvaða hætti skuli bregðast við kvörtun starfsmanns um að nektarmálverk sem prýða veggi bankans séu ósæmileg og beri að fjarlægja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið vakið nokkurn usla innan bankans þar sem skiptar skoðanir eru á réttmæti kvörtunarinnar. Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkuð safn klassískra myndlistarverka eftir, meðal annars, marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði starfsmaður bankans alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin, sem kom í kjölfar #metoo-byltingarinnar og þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum hana, var tekin alvarlega og endaði inni á borði stjórnenda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli. Sú vinna stendur enn og liggja örlög nektarverka hinna gömlu meistara innan veggja Seðlabanka Íslands ekki fyrir.Hilmar Einarsson. vísir/GVA„Það er til umræðu innan bankans hvar málverkum af þessu tagi eftir gömlu meistarana á borð við Gunnlaug Blöndal verður best fyrir komið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, aðspurður um málið en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um það þar sem um starfsmannamál væri að ræða. Einn helsti listspekúlant landsins, Hilmar Einarsson í Morkinskinnu, segir aðspurður að sér hugnist þessi vegferð Seðlabankans illa. Vissulega geti fólk haft skoðun á því hvað sé góð og slæm myndlist en þegar umræðan, í þessu tilfelli #metoo, snúist um að ritskoða listina sé farið yfir strikið. „Nei, þetta kemur ekki til mála að mínu mati. Mér finnst þetta út úr kortinu, því hvar á þetta að enda? Hvar eigum við þá að draga mörkin? Við yrðum þá bara að elta uppi alla listasöguna eins og hún leggur sig ef þú ætlar inn á þessi svæði,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að myndir Gunnlaugs, sérstaklega þær sem skilgreindar eru frá Parísartímabili listamannsins, séu afar eftirsóttar og flottar.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira