Fótbolti

Hótanir í garð Messi og Argentína hættir við síðasta leikinn fyrir Ísland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi í æfingarleik á dögunum.
Messi í æfingarleik á dögunum. vísir/getty
Argentína hefur hætt við síðasta vináttulandsleikinn fyrir HM en fjölmiðlar í Argentínu greina frá þessu í kvöld. Argentína átti að spila við Ísrael en eins og flestir vita andar köldu á milli Palestínu og Ísrael.

Leikurinn á laugardaginn átti að fara fram í fyrrum palentísku þorpi í Ísrael en nú segja fjölmiðlar í Argentínu að ekkert verði úr leiknum vegna hótana í garð Lionel Messi.

Alls kyns ill ummæli hafa verið sögð um fyrirliða Argentínu en upphaflega stóð til að leikurinn færi fram í Haifa. Leikstaðnum var svo breytt við litla hrifningu Palestínumanna.

Sendiherra Palestínu í Argentínu varaði menn við þessu en ekki var hlustað á hann. Palestínumenn eru sagðir miklir stuðningsmenn Lionel Messi en sætta sig engan veginn við það að leikurinn hafi átt að fram á þessu svæði.

Argentína hefur fyrir fjögur síðustu stórmót farið til Ísrael, eða alls til ársins 1986. Nú er sú hefð greinilega úr sögunni en svæðið þar sem leikvangurinn stendur sem átti að spila á var gjöreyðilagt árið 1948.

Nú hefur það komið á daginn að ekkert verður úr leiknum og því verður næsti leikur Argentínu gegn Íslandi þann 16. júní í Moskvu.

Vísir verður þar og mun fylgjast afar vel með gangi mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×