Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 14:39 Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Vísir/vilhelm Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bænum. Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasemdum um áframhaldandi meirihlutasamstarf með Viðreisn sem var þvert á mat flokksleiðtogans, Ármanns, sem taldi að réttast hefði verið að láta reyna á hvort BF Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gætu ekki haldið áfram að starfa saman. Það var síðast í gær sem Ármann viðraði þá skoðun sína að Sjálfstæðisflokkur ætti að fara í viðræður með BF Viðreisn: „Mín skoðun er sú að við ættum að setjast niður og fara yfir málin og ræða áframhaldandi samstarf,“ sagði Ármann í samtali við Vísi í gær. Theodóra segir samtali við í fréttastofu að hún hafi ekkert um þessar nýju viðræður að segja annað en: „Ég óska þess að þeim gangi vel í samstarfi og í þjónustustörfum fyrir íbúa Kópavogs. Ég geng mjög sátt frá borði.“Ákveðin pattstaða var komin upp við myndun meirihluta í bænum. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að láta reyna á formlegar viðræður við Framsóknarflokk.Vísir/vilhelmTheodóra, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti BF Viðreisnar, greindi frá því á Sprengisandi um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi væri í vanda staddur vegna þess hluti bæjarfulltrúa hefðu viðrað þá skoðun sína að þeir vildu ekki starfa áfram með sér, þvert á skoðun oddvitans. Hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessar vendingar innan Sjálfstæðisflokksins því mikil ánægja hafi verið með fráfarandi meirihluta í bænum en hún sagði jafnframt að áframhaldandi samstarf meirihlutans hefðu verið skilaboð kjósenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Allt í einu snýst þetta bara um einhverjar persónur, sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa.“ Theodóra segir að málið snúist meðal annars um skemmtiferð bæjarfulltrúa en henni fannst eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir. Margrét Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk, hafi ekki tekið undir það sjónarmið. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp eins og gufustrókur hérna í Kópavogi,“ sagði Theodóra jafnframt í Sprengisandi. Theodóra S. Þorsteinsdóttir segir að deilan snúist meira um manneskjur en málefni en hún gengur þó sátt frá borði.AðsentEkki náðist í Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Guðmund Gísla Geirdal, Margréti Friðriksdóttur og Birki Jón Jónsson við gerð fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47 Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bænum. Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasemdum um áframhaldandi meirihlutasamstarf með Viðreisn sem var þvert á mat flokksleiðtogans, Ármanns, sem taldi að réttast hefði verið að láta reyna á hvort BF Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gætu ekki haldið áfram að starfa saman. Það var síðast í gær sem Ármann viðraði þá skoðun sína að Sjálfstæðisflokkur ætti að fara í viðræður með BF Viðreisn: „Mín skoðun er sú að við ættum að setjast niður og fara yfir málin og ræða áframhaldandi samstarf,“ sagði Ármann í samtali við Vísi í gær. Theodóra segir samtali við í fréttastofu að hún hafi ekkert um þessar nýju viðræður að segja annað en: „Ég óska þess að þeim gangi vel í samstarfi og í þjónustustörfum fyrir íbúa Kópavogs. Ég geng mjög sátt frá borði.“Ákveðin pattstaða var komin upp við myndun meirihluta í bænum. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að láta reyna á formlegar viðræður við Framsóknarflokk.Vísir/vilhelmTheodóra, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti BF Viðreisnar, greindi frá því á Sprengisandi um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi væri í vanda staddur vegna þess hluti bæjarfulltrúa hefðu viðrað þá skoðun sína að þeir vildu ekki starfa áfram með sér, þvert á skoðun oddvitans. Hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessar vendingar innan Sjálfstæðisflokksins því mikil ánægja hafi verið með fráfarandi meirihluta í bænum en hún sagði jafnframt að áframhaldandi samstarf meirihlutans hefðu verið skilaboð kjósenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Allt í einu snýst þetta bara um einhverjar persónur, sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa.“ Theodóra segir að málið snúist meðal annars um skemmtiferð bæjarfulltrúa en henni fannst eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir. Margrét Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk, hafi ekki tekið undir það sjónarmið. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp eins og gufustrókur hérna í Kópavogi,“ sagði Theodóra jafnframt í Sprengisandi. Theodóra S. Þorsteinsdóttir segir að deilan snúist meira um manneskjur en málefni en hún gengur þó sátt frá borði.AðsentEkki náðist í Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Guðmund Gísla Geirdal, Margréti Friðriksdóttur og Birki Jón Jónsson við gerð fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47 Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47
Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13