Ólafur Ingi: Þetta gefur þessum krökkum alveg rosalega mikið Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 13:30 Ólafur Ingi Skúlason var einn þeirra landsliðsmanna sem fór í golf með bakhjörlum KSÍ í gær. Landsliðshópurinn er fullur af góðum kylfingum en Ólafur Ingi er ekki einn þeirra. „Ég er ekki góður í golfi. Ég spilaði síðast fyrir fimm árum í Belgíu. Ég var lélegur þá og er enn þá lélegur. Þetta var samt bara gaman. Fyrir mig var gaman að slá nokkra bolta og reyndar slá þá langt út fyrir en það er allt í lagi,“ segir Ólafur Ingi léttur. „Það var smá pressa í upphafshöggunum hjá mönnum en aðallega var þetta bara til gamans gert. Við erum misgóðir í golfi en það voru allir í stuði sem er aðalatriðið.“Ólafur Ingi segist ekki góður í golfi.vísir/vilhelmVerður raunverulegra Aðeins níu dagar eru þar til heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst en strákarnir okkar fara út á laugardaginn. Þetta verður bara raunverulegra með hverri mínútunni. „Nú er spennan og fiðringurinn að „kikka“ inn. Nú erum við aftur á móti að gera okkur klára fyrir leikinn á móti Gana. Það er gaman að fá Afríkuþjóð hérna heim. Það verður erfiður en skemmtilegur leikur og svo erum við bara á leiðinni út á laugardaginn,“ segir Ólafur Ingi. „Þegar að maður stígur upp í vélina verður þetta virkilega raunverulegt að við séum á leiðinni á HM. Undirbúningurinn hér heima er búinn að vera góður. Maður er ekkert búinn að hugsa of mikið um þetta hérna heima á Íslandi.“ Ólafur Ingi á son með Downs-heilkennið en hann var einn þeirra nemenda úr Klettaskóla sem leikmenn íslenska landsliðsins og þess norska leiddu inn á völlinn fyrir leik þjóðanna á laugardaginn. Ljóst var að hann og skólafélagar hans nutu stundarinnar gríðarlega.Ólafur Ingi í Laugardalnum í dag.vísir/böddi tgAllir rosalega glaðir „Hann ætlaði bara að taka miðjuna á móti Noregi,“ segir Ólafur Ingi og hlær við. „Þetta var alveg geggjað og frábært frumkvæði frá KSÍ að bjóða Klettaskóla að gera þetta. Allir þessir krakkar voru himinlifandi og foreldrar þeirra líka.“ „Þetta gefur þessum krökkum alveg ótrúlega mikið. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu það gefur þessum krökkum að leiða leikmennina út, fá að vera með og vera aðeins í sviðsljósinu.“ „Það voru allir rosalega glaðir með þetta og sumir foreldrarnir áttu erfitt með að fá börnin úr landsliðsbúningnum. Sumir sváfu í honum einhverjar tvær til þrjár nætur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason. Allt viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér að ofan. Magical moment with this very special boy❤ #nothingdownaboutit #russia2018 @skeinipappir A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jun 3, 2018 at 2:34pm PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason var einn þeirra landsliðsmanna sem fór í golf með bakhjörlum KSÍ í gær. Landsliðshópurinn er fullur af góðum kylfingum en Ólafur Ingi er ekki einn þeirra. „Ég er ekki góður í golfi. Ég spilaði síðast fyrir fimm árum í Belgíu. Ég var lélegur þá og er enn þá lélegur. Þetta var samt bara gaman. Fyrir mig var gaman að slá nokkra bolta og reyndar slá þá langt út fyrir en það er allt í lagi,“ segir Ólafur Ingi léttur. „Það var smá pressa í upphafshöggunum hjá mönnum en aðallega var þetta bara til gamans gert. Við erum misgóðir í golfi en það voru allir í stuði sem er aðalatriðið.“Ólafur Ingi segist ekki góður í golfi.vísir/vilhelmVerður raunverulegra Aðeins níu dagar eru þar til heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst en strákarnir okkar fara út á laugardaginn. Þetta verður bara raunverulegra með hverri mínútunni. „Nú er spennan og fiðringurinn að „kikka“ inn. Nú erum við aftur á móti að gera okkur klára fyrir leikinn á móti Gana. Það er gaman að fá Afríkuþjóð hérna heim. Það verður erfiður en skemmtilegur leikur og svo erum við bara á leiðinni út á laugardaginn,“ segir Ólafur Ingi. „Þegar að maður stígur upp í vélina verður þetta virkilega raunverulegt að við séum á leiðinni á HM. Undirbúningurinn hér heima er búinn að vera góður. Maður er ekkert búinn að hugsa of mikið um þetta hérna heima á Íslandi.“ Ólafur Ingi á son með Downs-heilkennið en hann var einn þeirra nemenda úr Klettaskóla sem leikmenn íslenska landsliðsins og þess norska leiddu inn á völlinn fyrir leik þjóðanna á laugardaginn. Ljóst var að hann og skólafélagar hans nutu stundarinnar gríðarlega.Ólafur Ingi í Laugardalnum í dag.vísir/böddi tgAllir rosalega glaðir „Hann ætlaði bara að taka miðjuna á móti Noregi,“ segir Ólafur Ingi og hlær við. „Þetta var alveg geggjað og frábært frumkvæði frá KSÍ að bjóða Klettaskóla að gera þetta. Allir þessir krakkar voru himinlifandi og foreldrar þeirra líka.“ „Þetta gefur þessum krökkum alveg ótrúlega mikið. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu það gefur þessum krökkum að leiða leikmennina út, fá að vera með og vera aðeins í sviðsljósinu.“ „Það voru allir rosalega glaðir með þetta og sumir foreldrarnir áttu erfitt með að fá börnin úr landsliðsbúningnum. Sumir sváfu í honum einhverjar tvær til þrjár nætur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason. Allt viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér að ofan. Magical moment with this very special boy❤ #nothingdownaboutit #russia2018 @skeinipappir A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jun 3, 2018 at 2:34pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00
Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30
Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00