„Við erum viss um það að við munum ná saman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 11:40 Það dregur til tíðanda í Grindavík en oddviti Framsóknarflokksins er viss um að það náist að mynda meirihluta eftir fund kvöldsins. Sigurður Óli Það fer að draga til tíðinda í Grindavíkurbæ því Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík, segist vongóður um að geta tilkynnt bæjarbúum í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur séu búnir að ná saman um myndun meirihluta í bænum. „Við erum viss um það að við munum ná saman. Vinna er hafin að málefnaskránni og vonandi náum við að hnýta alla lausa enda á fundi í kvöld,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Að mati Sigurðar eru flokkarnir búnir að yfirstíga allar hindranir sem hefðu að öðrum kosti geta staðið í vegi fyrir myndun meirihluta.En hver er niðurstaða flokkanna og hvað eru þeir sammála um að verði að ráðast í?„Við erum sammála um að halda áfram á þeirri braut sem Grindavík er búin að vera en við þurfum að fara í leikskólamálin; tryggja dagvist frá 12 mánaða aldri. Það er nú kannski stærsta atriðið og að hlúa að eldri borgurum. Við ætlum að fara út í félagsheimili fyrir eldri borgara. Það er velferðin sem skiptir okkur máli,“ segir Sigurður Óli sem bendir jafnframt á að í málefnasamningi sé að byggja íbúðarkjarna sem á að tengjast félagsheimilinu fyrir eldri borgara.Stendur til að vinna vel með minnihlutanum?„Já það einmitt verður í málefnaskrá hjá okkur að við viljum að allir komi að borðinu og að allir fái sína rödd og sitt sæti.“ Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hvenær sem færi í viðræðum um meirihluta myndu bæjarfulltrúarnir alltaf vinna vel saman. Upphaflega átti Rödd unga fólksins, Samfylking, Framsóknarflokkur og Miðflokkur í viðræðum en það slitnaði upp úr þeim um mánaðamótin. Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík„Þetta er góður bær og vonandi munum við öll taka þátt í að gera hann enn betri, bærinn stendur vel og við höfum allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag á landinu,“ segir Sigurður Óli. Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52 Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Það fer að draga til tíðinda í Grindavíkurbæ því Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík, segist vongóður um að geta tilkynnt bæjarbúum í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur séu búnir að ná saman um myndun meirihluta í bænum. „Við erum viss um það að við munum ná saman. Vinna er hafin að málefnaskránni og vonandi náum við að hnýta alla lausa enda á fundi í kvöld,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Að mati Sigurðar eru flokkarnir búnir að yfirstíga allar hindranir sem hefðu að öðrum kosti geta staðið í vegi fyrir myndun meirihluta.En hver er niðurstaða flokkanna og hvað eru þeir sammála um að verði að ráðast í?„Við erum sammála um að halda áfram á þeirri braut sem Grindavík er búin að vera en við þurfum að fara í leikskólamálin; tryggja dagvist frá 12 mánaða aldri. Það er nú kannski stærsta atriðið og að hlúa að eldri borgurum. Við ætlum að fara út í félagsheimili fyrir eldri borgara. Það er velferðin sem skiptir okkur máli,“ segir Sigurður Óli sem bendir jafnframt á að í málefnasamningi sé að byggja íbúðarkjarna sem á að tengjast félagsheimilinu fyrir eldri borgara.Stendur til að vinna vel með minnihlutanum?„Já það einmitt verður í málefnaskrá hjá okkur að við viljum að allir komi að borðinu og að allir fái sína rödd og sitt sæti.“ Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að hvenær sem færi í viðræðum um meirihluta myndu bæjarfulltrúarnir alltaf vinna vel saman. Upphaflega átti Rödd unga fólksins, Samfylking, Framsóknarflokkur og Miðflokkur í viðræðum en það slitnaði upp úr þeim um mánaðamótin. Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík„Þetta er góður bær og vonandi munum við öll taka þátt í að gera hann enn betri, bærinn stendur vel og við höfum allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag á landinu,“ segir Sigurður Óli. Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52 Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Fólk fær ekki allt sem það vill“ Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: "Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ 4. júní 2018 16:52
Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. 30. maí 2018 16:24