9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 11:00 Wayne Rooney fór ósáttur af velli en leysti málin strax eftir leik. vísir/getty Enska landsliðið hefur margsinnis tapað í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Sú varð einmitt raunin þegar að liðið mætti Portúgal í átta liða úrslitum HM 2006 í Þýskalandi en tapið var langt frá því stærsta fréttin í þeim leik. Enska liðið barðist hetjulega í leiknum en það lék manni færra eftir að 21 árs gamall Wayne Rooney var rekinn af velli fyrir brot á þáverandi Chelsea-varnarmanninum Ricardo Carvalho. Rooney var í mikilli baráttu um boltann en endaði svo með því að traðka á Carvalho. Horacio Elizondo, argentínskur dómari leiksins, virtist ekki líklegur til að refsa Rooney hvað þá senda hann af velli eða allt þar til Cristiano Ronaldo mætti á svæðið. Ronaldo kom á straujinu til dómarans og kallaði eftir refsingu á þáverandi samherja sinn hjá Manchester United. Rooney var ekki skemmt og reyndi að toga Ronaldo frá dómaranum sem sýndi honum svo rauða spjaldið. Er svekktur Rooney gekk af velli vitandi að hann væri mögulega búinn að bregðast þjóð sinni blikkaði Ronaldo á eftir honum eins og frægt er. Þetta atvik var eðlilega mikið fjallað um í enskum miðlum og átti að vera það sem myndi stía þessum ungstirnum Manchester United í sundur.Ræddu málin eftir leik Í tæp tólf ár vissi enginn nákvæmlega hvað gerðist eftir leik eða þar til að Rooney opnaði sig um atvikið í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í byrjun febrúar á þessu ári. Þar kom í ljós að þrátt fyrir alla histeríuna, blaðaskrifin og baulið sem Ronaldo fékk á enskum völlum var þetta leyst strax eftir leik. Afskaplega fagmannlega afgreitt hjá tveimur ungum fótboltaköppum. „Ég talaði við Ronaldo eftir leikinn í göngunum þegar við vorum búnir í sturtu. Ég sagði honum að fjölmiðlar ættu eftir að vilja gera mikið úr þessu og stía okkur í sundur. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði gert nákvæmlega sama hlut ef ég hefði verið í hans sporum,“ sagði Rooney. „Ég reyndi að láta dómarann spjalda hann í fyrri hálfleik fyrir að dýfa sér. Hann var samherji minn í félagsliðinu en í leik Englands á móti Portúgal var hann mótherji og því myndi ég alltaf reyna að láta reka hann út af ef ég gæti það,“ sagði Wayne Rooney.Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt Gary Nevile með fyrsta Englandsmeistaratitilinn sinn.vísir/gettyUpphafið að velgengni Þeir sem að héldu að þetta yrði upphafið að endinum hjá Rooney og Ronaldo hjá Manchester United höfðu svo sannarlega rangt fyrir sér. Þeir gátu eiginlega ekki haft meira rangt fyrir sér því þetta var upphafið að mikilli velgengni þeirra og United-liðsins. Rooney og Ronaldo skoruðu samtals 31 mark fyrir Manchester United á næstu leiktíð er liðið stóð uppi sem Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2003. Þeir voru óstöðvandi og unnu deildina þrjú ár í röð og Meistaradeildina árið 2008 áður en Ronaldo fór til Real Madrid árið 2009. Sir Alex Ferguson var líka fljótur að grípa inn í eftir HM 2006 og lét Ronaldo vita að fyrstu mánuðir hans í ensku úrvalsdeildinni yrðu erfiðir. Hann hefði upplifað það með David Beckham eftir HM í Frakklandi 1998 að enskir stuðningsmenn gleyma engu. Baulað var á Ronaldo til að byrja með en það skipti engu. Hann skoraði og skoraði og svaraði þessu atviki með því að vinna deildina þrjú ár í röð við hlið félaga síns sem hann fékk rekinn út af í landsleik á stórmóti. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Enska landsliðið hefur margsinnis tapað í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Sú varð einmitt raunin þegar að liðið mætti Portúgal í átta liða úrslitum HM 2006 í Þýskalandi en tapið var langt frá því stærsta fréttin í þeim leik. Enska liðið barðist hetjulega í leiknum en það lék manni færra eftir að 21 árs gamall Wayne Rooney var rekinn af velli fyrir brot á þáverandi Chelsea-varnarmanninum Ricardo Carvalho. Rooney var í mikilli baráttu um boltann en endaði svo með því að traðka á Carvalho. Horacio Elizondo, argentínskur dómari leiksins, virtist ekki líklegur til að refsa Rooney hvað þá senda hann af velli eða allt þar til Cristiano Ronaldo mætti á svæðið. Ronaldo kom á straujinu til dómarans og kallaði eftir refsingu á þáverandi samherja sinn hjá Manchester United. Rooney var ekki skemmt og reyndi að toga Ronaldo frá dómaranum sem sýndi honum svo rauða spjaldið. Er svekktur Rooney gekk af velli vitandi að hann væri mögulega búinn að bregðast þjóð sinni blikkaði Ronaldo á eftir honum eins og frægt er. Þetta atvik var eðlilega mikið fjallað um í enskum miðlum og átti að vera það sem myndi stía þessum ungstirnum Manchester United í sundur.Ræddu málin eftir leik Í tæp tólf ár vissi enginn nákvæmlega hvað gerðist eftir leik eða þar til að Rooney opnaði sig um atvikið í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í byrjun febrúar á þessu ári. Þar kom í ljós að þrátt fyrir alla histeríuna, blaðaskrifin og baulið sem Ronaldo fékk á enskum völlum var þetta leyst strax eftir leik. Afskaplega fagmannlega afgreitt hjá tveimur ungum fótboltaköppum. „Ég talaði við Ronaldo eftir leikinn í göngunum þegar við vorum búnir í sturtu. Ég sagði honum að fjölmiðlar ættu eftir að vilja gera mikið úr þessu og stía okkur í sundur. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði gert nákvæmlega sama hlut ef ég hefði verið í hans sporum,“ sagði Rooney. „Ég reyndi að láta dómarann spjalda hann í fyrri hálfleik fyrir að dýfa sér. Hann var samherji minn í félagsliðinu en í leik Englands á móti Portúgal var hann mótherji og því myndi ég alltaf reyna að láta reka hann út af ef ég gæti það,“ sagði Wayne Rooney.Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt Gary Nevile með fyrsta Englandsmeistaratitilinn sinn.vísir/gettyUpphafið að velgengni Þeir sem að héldu að þetta yrði upphafið að endinum hjá Rooney og Ronaldo hjá Manchester United höfðu svo sannarlega rangt fyrir sér. Þeir gátu eiginlega ekki haft meira rangt fyrir sér því þetta var upphafið að mikilli velgengni þeirra og United-liðsins. Rooney og Ronaldo skoruðu samtals 31 mark fyrir Manchester United á næstu leiktíð er liðið stóð uppi sem Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2003. Þeir voru óstöðvandi og unnu deildina þrjú ár í röð og Meistaradeildina árið 2008 áður en Ronaldo fór til Real Madrid árið 2009. Sir Alex Ferguson var líka fljótur að grípa inn í eftir HM 2006 og lét Ronaldo vita að fyrstu mánuðir hans í ensku úrvalsdeildinni yrðu erfiðir. Hann hefði upplifað það með David Beckham eftir HM í Frakklandi 1998 að enskir stuðningsmenn gleyma engu. Baulað var á Ronaldo til að byrja með en það skipti engu. Hann skoraði og skoraði og svaraði þessu atviki með því að vinna deildina þrjú ár í röð við hlið félaga síns sem hann fékk rekinn út af í landsleik á stórmóti.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00