Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 09:12 Finnur Freyr á hliðarlínunni í sínum síðasta leik sem þjálfari KR. vísir/bára „Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Þetta er búinn að vera langur tími í KR. Ég fann í vetur að það var komin ákveðin þreyta og orkan var minni en mér finnst hún eigi að vera. Ég var ekki sú útgáfa af sjálfum mér sem mig langaði helst að vera.“Neistinn orðinn lítill Finnur Freyr segist hafa fundið fyrir því í úrslitakeppninni að hann hafi verið orðinn þreyttur. „Ég fann að neistinn sem hefur verið í manni var orðinn ansi lítill. Þegar staðan er orðin svoleiðis þá er ekki mikið eftir,“ segir Finnur en hann vildi þó ekki taka neina ákvörðun í flýti.„Ég gaf mér maí til þess að hugsa málið. Það var ekki mikil löngun til þess að hugsa eða horfa á körfubolta í síðasta mánuði. Ég vildi skoða þetta vel með fjölskyldu og vinum. Því lengri tími sem leið varð ég sannfærðari um að þetta væri það rétta í stöðunni fyrir mig.“Stoltur og þakklátur Finnur Freyr hefur einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og U20 ára landsliðsins þannig að það hefur verið mikið að gera.Finnur með strákunum sínum eftir fimmta titilinn í lok apríl.vísir/bára„Þetta er búinn að vera frábær tími og gengið einstaklega vel. Ég lít stoltur og þakklátur á þennan tíma. Þetta tók líka mikið frá manni og sérstaklega í vetur þegar gekk mikið á. Það var allt erfitt í vetur. Ég var ekki lengur að njóta körfuboltans sem er ekki gott fyrir körfuboltafíkil eins og mig. Þetta er stór og erfið ákvörðun enda hef ég verið að þjálfa hjá KR í tæp 20 ár.“Draumurinn að fara út Framhaldið er óljóst hjá Finni Frey sem er líka hættur að þjálfa hjá KKÍ. „Ég veit ekkert hvað tekur við. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi erlendis en ekkert til að tala um á þessu stigi. Það er eitthvað sem ég skoða. Ef það kemur eitthvað spennandi upp þá kannski kýlir maður á það. Ef ekki þá er það bara þannig og þá prófa ég bara eitthvað nýtt,“ segir Finnur Freyr en eru líkur á því að við sjáum hann þjálfa annað lið í Dominos-deildinni næsta vetur? „Ég held að það sé mjög hæpið næsta haust en maður veit aldrei þegar líður á veturinn. Óskastaðan er að detta inn á eitthvað skemmtilegt erlendis. Maður á samt aldrei að segja aldrei.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
„Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Þetta er búinn að vera langur tími í KR. Ég fann í vetur að það var komin ákveðin þreyta og orkan var minni en mér finnst hún eigi að vera. Ég var ekki sú útgáfa af sjálfum mér sem mig langaði helst að vera.“Neistinn orðinn lítill Finnur Freyr segist hafa fundið fyrir því í úrslitakeppninni að hann hafi verið orðinn þreyttur. „Ég fann að neistinn sem hefur verið í manni var orðinn ansi lítill. Þegar staðan er orðin svoleiðis þá er ekki mikið eftir,“ segir Finnur en hann vildi þó ekki taka neina ákvörðun í flýti.„Ég gaf mér maí til þess að hugsa málið. Það var ekki mikil löngun til þess að hugsa eða horfa á körfubolta í síðasta mánuði. Ég vildi skoða þetta vel með fjölskyldu og vinum. Því lengri tími sem leið varð ég sannfærðari um að þetta væri það rétta í stöðunni fyrir mig.“Stoltur og þakklátur Finnur Freyr hefur einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og U20 ára landsliðsins þannig að það hefur verið mikið að gera.Finnur með strákunum sínum eftir fimmta titilinn í lok apríl.vísir/bára„Þetta er búinn að vera frábær tími og gengið einstaklega vel. Ég lít stoltur og þakklátur á þennan tíma. Þetta tók líka mikið frá manni og sérstaklega í vetur þegar gekk mikið á. Það var allt erfitt í vetur. Ég var ekki lengur að njóta körfuboltans sem er ekki gott fyrir körfuboltafíkil eins og mig. Þetta er stór og erfið ákvörðun enda hef ég verið að þjálfa hjá KR í tæp 20 ár.“Draumurinn að fara út Framhaldið er óljóst hjá Finni Frey sem er líka hættur að þjálfa hjá KKÍ. „Ég veit ekkert hvað tekur við. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi erlendis en ekkert til að tala um á þessu stigi. Það er eitthvað sem ég skoða. Ef það kemur eitthvað spennandi upp þá kannski kýlir maður á það. Ef ekki þá er það bara þannig og þá prófa ég bara eitthvað nýtt,“ segir Finnur Freyr en eru líkur á því að við sjáum hann þjálfa annað lið í Dominos-deildinni næsta vetur? „Ég held að það sé mjög hæpið næsta haust en maður veit aldrei þegar líður á veturinn. Óskastaðan er að detta inn á eitthvað skemmtilegt erlendis. Maður á samt aldrei að segja aldrei.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Finnur Freyr hættur hjá KR Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 08:37
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti