Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Sylvía Hall skrifar 4. júní 2018 20:44 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir ríkisstjórnina vera svar við ákalli þjóðarinnar um pólitískan stöðugleika. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir ríkisstjórnarsamstarfið vera svar við ákalli almennings um starfhæfa ríkisstjórn. Hún segir gott starf fara fram í nefndum þingsins en ekki takist alltaf vel til og henni þykir miður að frumvarp um veiðigjöld hafi verið afgreitt úr nefnd í ósætti. Þetta kom fram í ræðu hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Hún segir það liggja í augum uppi að flokkarnir þrír séu til vegna ólíkra sjónarmiða um hvernig skuli haga málefnum samfélagsins. Samstarfið geti því tekið á, en þeim beri skylda til þess að komast að niðurstöðu og leiða mál til lykta á lýðræðislegan hátt. Flokkarnir hafi náð saman um ný fjárlög með skömmum fyrirvara í upphafi samstarfsins og það hafi gefið góð fyrirheit um farsælt samstarf. Í ræðu sinni segir hún megináherslu hafa verið lagða á uppbyggingu innviða samfélagsins og það að auka jöfnuð hérlendis. Störf ríkisstjórnarinnar sýni fram á það að þeim sé alvara í þeim efnum og nefnir í því samhengi framkvæmdir við nýtt þjóðarsjúkrahús, nýsköpun í velferðarþjónustu og áform um aukin útgjöld í menntakerfi og samgöngumál. Bjarkey segir það heyra til undantekninga að þingstörf fari í uppnám vegna mála á borð við frumvarp um lækkun veiðigjalda og mál séu almennt leyst án mikilla átaka. Hún telur slíkar deilur móta mest þá mynd sem fólk hefur af störfum Alþingis. „Vissulega er tekist á á Alþingi en lang oftast eru málin leyst án þess að þingsalurinn verði vettvangur átaka. Það fer líka best á því, og þótt stjórnmál snúist alltaf að einhverju leyti um að skiptast á skoðunum og takast á um stefnu og leiðir, ber okkur að gera það á uppbyggilegan hátt.” Alþingi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir ríkisstjórnarsamstarfið vera svar við ákalli almennings um starfhæfa ríkisstjórn. Hún segir gott starf fara fram í nefndum þingsins en ekki takist alltaf vel til og henni þykir miður að frumvarp um veiðigjöld hafi verið afgreitt úr nefnd í ósætti. Þetta kom fram í ræðu hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Hún segir það liggja í augum uppi að flokkarnir þrír séu til vegna ólíkra sjónarmiða um hvernig skuli haga málefnum samfélagsins. Samstarfið geti því tekið á, en þeim beri skylda til þess að komast að niðurstöðu og leiða mál til lykta á lýðræðislegan hátt. Flokkarnir hafi náð saman um ný fjárlög með skömmum fyrirvara í upphafi samstarfsins og það hafi gefið góð fyrirheit um farsælt samstarf. Í ræðu sinni segir hún megináherslu hafa verið lagða á uppbyggingu innviða samfélagsins og það að auka jöfnuð hérlendis. Störf ríkisstjórnarinnar sýni fram á það að þeim sé alvara í þeim efnum og nefnir í því samhengi framkvæmdir við nýtt þjóðarsjúkrahús, nýsköpun í velferðarþjónustu og áform um aukin útgjöld í menntakerfi og samgöngumál. Bjarkey segir það heyra til undantekninga að þingstörf fari í uppnám vegna mála á borð við frumvarp um lækkun veiðigjalda og mál séu almennt leyst án mikilla átaka. Hún telur slíkar deilur móta mest þá mynd sem fólk hefur af störfum Alþingis. „Vissulega er tekist á á Alþingi en lang oftast eru málin leyst án þess að þingsalurinn verði vettvangur átaka. Það fer líka best á því, og þótt stjórnmál snúist alltaf að einhverju leyti um að skiptast á skoðunum og takast á um stefnu og leiðir, ber okkur að gera það á uppbyggilegan hátt.”
Alþingi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira