„Íslenska liðið er hæfileikalaust og ofmetið og má fokka sér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu fá ekki góðar kveðjur frá Hollandi. Vísir/Andri Marinó The Guardian birtir skemmtilega grein á heimasíðu sinni dag þar sem stuðningsmenn þeirra þjóða sem ekki komust á HM eru spurðir með hverjum þeir ætla að halda í Rússlandi og hvaða liði þeir halda á móti. Eins og búast mátti við eru margir sem ætla að halda með Íslandi. Þar má nefna Katalóníu, Færeyjar, Gana, Ítalíu og Norður-Írland. „Ég held með Íslandi. Það er ekki hægt annað en að halda með þjóð sem telur ekki fleiri en 335.000 keppa á stærsta sviðinu,“ segir ítalski stuðningsmaðurinn og sá katalónski er einnig hrifinn. „Ég held með Íslandi og Argentínu. Íslenska liðið var magnað í undankeppninni en ég býst ekki við að það vinni HM. Þegar að það dettur út held ég með Argentínu út af Messi. Ég er frá Barcelona.“Þessi dagur var erfiðari fyrir Hollendinga en við héldum greinilega.vísir/gettyFæreyski stuðningsmaðurinn segist halda með Íslandi því það eru frændur sínir og Ganverjinn hreifst af frammistöðu og baráttuanda íslensku strákanna á EM 2016. Það er aðeins einn stuðningsmaður sem segist halda á móti Íslandi og það er Hollendingurinn. Hollendingar eru greinilega enn í sárum eftir skellina tvo sem þeir fengu í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi en hollenska liðið var skilið eftir í riðlakeppninni. „Ísland má fokka sér. Fyrir tveimur árum heilluðustu allir af hvað þeir voru flottir og heiðarlegir á velli og allar fjölskyldurnar þeirra voru í stúkunni og eitthvað,“ segir sá hollenski og heldur reiður áfram: „Það voru allir heillaðir af hversu mikið þeir lögðu á sig og hversu mikil liðsheild þetta var. En, þetta lið er algjörlega hæfileikalaust, ofmetið og pirrandi. Út með það“ segir stuðningsmaður Hollands. Pirringur þess hollenska verður líklega ekkert minni þegar að strákarnir okkar ganga út á völlinn í Moskvu 16. júní til leiks á móti Argentínu en hollenska landsliðið verður heima að þessu sinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
The Guardian birtir skemmtilega grein á heimasíðu sinni dag þar sem stuðningsmenn þeirra þjóða sem ekki komust á HM eru spurðir með hverjum þeir ætla að halda í Rússlandi og hvaða liði þeir halda á móti. Eins og búast mátti við eru margir sem ætla að halda með Íslandi. Þar má nefna Katalóníu, Færeyjar, Gana, Ítalíu og Norður-Írland. „Ég held með Íslandi. Það er ekki hægt annað en að halda með þjóð sem telur ekki fleiri en 335.000 keppa á stærsta sviðinu,“ segir ítalski stuðningsmaðurinn og sá katalónski er einnig hrifinn. „Ég held með Íslandi og Argentínu. Íslenska liðið var magnað í undankeppninni en ég býst ekki við að það vinni HM. Þegar að það dettur út held ég með Argentínu út af Messi. Ég er frá Barcelona.“Þessi dagur var erfiðari fyrir Hollendinga en við héldum greinilega.vísir/gettyFæreyski stuðningsmaðurinn segist halda með Íslandi því það eru frændur sínir og Ganverjinn hreifst af frammistöðu og baráttuanda íslensku strákanna á EM 2016. Það er aðeins einn stuðningsmaður sem segist halda á móti Íslandi og það er Hollendingurinn. Hollendingar eru greinilega enn í sárum eftir skellina tvo sem þeir fengu í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi en hollenska liðið var skilið eftir í riðlakeppninni. „Ísland má fokka sér. Fyrir tveimur árum heilluðustu allir af hvað þeir voru flottir og heiðarlegir á velli og allar fjölskyldurnar þeirra voru í stúkunni og eitthvað,“ segir sá hollenski og heldur reiður áfram: „Það voru allir heillaðir af hversu mikið þeir lögðu á sig og hversu mikil liðsheild þetta var. En, þetta lið er algjörlega hæfileikalaust, ofmetið og pirrandi. Út með það“ segir stuðningsmaður Hollands. Pirringur þess hollenska verður líklega ekkert minni þegar að strákarnir okkar ganga út á völlinn í Moskvu 16. júní til leiks á móti Argentínu en hollenska landsliðið verður heima að þessu sinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira