Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2018 12:01 Benjamín og Sveinn eru spenntir fyrir HM í Rússlandi. KSÍ „Það er eflaust einhver svekktur en hann segir ekkert. Þetta sýnir hvernig Tólfan er. Þetta er samstaða og fallegt apparat,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, um viðbrögð þeirra Tólfuliða sem ekki fengu boðsmiða frá KSÍ til Rússlands til að styðja við bakið á strákunum okkar ytra. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KSÍ að greiða fyrir tíu stuðningsmenn úr Tólfunni til að fara fyrir stuðningsmönnum Íslands á leikjunum ytra. Stuðningsmenn Íslands undir leiðsögn Tólfunnar vöktu athygli um allan heim í Frakklandi fyrir tveimur árum. Tólfuliðar fengu sjálfir það verkefni að finna út úr því hverjir fengu að fara. Úr varð að 29 Tólfur skipta miðunum 30 á milli sín.Tólfan á EM í Frakklandi.vísir/vilhelmVandað valið „Við erum með kjarnahóp og sögðum liðinu að senda okkur umsókn,“ segir Benni. Valið hafi verið útfrá reynslu, hverjir geti unnið saman, pössuðu saman í herbergi og gætu leyst verkefnin sem eru á dagskrá segir Benni í samtali við Vísi. Sveinn Ásgeirsson, annar forkálfur í teymi Tólfunnar, segir að í hverjum hópi þurfi að vera einn trommari. Sömuleiðis einn úr stjórninni til að sinna skipulagningu. Þá séu konur í hverjum hópi og þeir sem geta öskrað hátt.Og þeir sem eiga þetta skilið, hafa verið að aðstoða okkur við þetta í tíu eða ellefu ár. Benni og Svenni eru sammála um að valið hafi verið þrautinni þyngri.Ofurtrommarinn Joey Drummer, til vinstri, á góðri stund hjá Tólfunni.Þrír epískir hópar „Það er ógeðslega erfitt að segja nei. Við fengum um sextíu umsóknir frá okkar kjarnafólki en því miður komast aðeins 30 manns,“ segja þeir félagar. Joey drummer, ofurtrommari með meiru, verður sendur á tvo leiki en aðrir á einn leik. „Þetta voru erfiðir dagar að fara í gegnum þetta, og setja upp. En við trúum því að við séum að fara með þrjá epíska hópa sem munu skila sínu og gott betur,“ segir Benni. Með því að skipta miðunum svona á milli sín verða kjarnahópur á Íslandi á öðrum leikjum. „Þá verður einhver til staðar í Hljómsklálagarðinum,“ segir Benni en þar verða leikirnir sýndir á stórum skjá. „Það verður stuð fyrir alla.“Tólfuliðar voru í spjalli á X-inu í síðustu viku og fóru um víðan völl eins og heyra má hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59 Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45 KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
„Það er eflaust einhver svekktur en hann segir ekkert. Þetta sýnir hvernig Tólfan er. Þetta er samstaða og fallegt apparat,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, um viðbrögð þeirra Tólfuliða sem ekki fengu boðsmiða frá KSÍ til Rússlands til að styðja við bakið á strákunum okkar ytra. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KSÍ að greiða fyrir tíu stuðningsmenn úr Tólfunni til að fara fyrir stuðningsmönnum Íslands á leikjunum ytra. Stuðningsmenn Íslands undir leiðsögn Tólfunnar vöktu athygli um allan heim í Frakklandi fyrir tveimur árum. Tólfuliðar fengu sjálfir það verkefni að finna út úr því hverjir fengu að fara. Úr varð að 29 Tólfur skipta miðunum 30 á milli sín.Tólfan á EM í Frakklandi.vísir/vilhelmVandað valið „Við erum með kjarnahóp og sögðum liðinu að senda okkur umsókn,“ segir Benni. Valið hafi verið útfrá reynslu, hverjir geti unnið saman, pössuðu saman í herbergi og gætu leyst verkefnin sem eru á dagskrá segir Benni í samtali við Vísi. Sveinn Ásgeirsson, annar forkálfur í teymi Tólfunnar, segir að í hverjum hópi þurfi að vera einn trommari. Sömuleiðis einn úr stjórninni til að sinna skipulagningu. Þá séu konur í hverjum hópi og þeir sem geta öskrað hátt.Og þeir sem eiga þetta skilið, hafa verið að aðstoða okkur við þetta í tíu eða ellefu ár. Benni og Svenni eru sammála um að valið hafi verið þrautinni þyngri.Ofurtrommarinn Joey Drummer, til vinstri, á góðri stund hjá Tólfunni.Þrír epískir hópar „Það er ógeðslega erfitt að segja nei. Við fengum um sextíu umsóknir frá okkar kjarnafólki en því miður komast aðeins 30 manns,“ segja þeir félagar. Joey drummer, ofurtrommari með meiru, verður sendur á tvo leiki en aðrir á einn leik. „Þetta voru erfiðir dagar að fara í gegnum þetta, og setja upp. En við trúum því að við séum að fara með þrjá epíska hópa sem munu skila sínu og gott betur,“ segir Benni. Með því að skipta miðunum svona á milli sín verða kjarnahópur á Íslandi á öðrum leikjum. „Þá verður einhver til staðar í Hljómsklálagarðinum,“ segir Benni en þar verða leikirnir sýndir á stórum skjá. „Það verður stuð fyrir alla.“Tólfuliðar voru í spjalli á X-inu í síðustu viku og fóru um víðan völl eins og heyra má hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59 Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45 KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59
Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45
KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00