Sænska ríkisútvarpið, SVT, hefur staðfest að Svíar muni taka þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Ísrael á næsta ári.
Svíar bætast þar með í hóp með Þjóðverjum og Norðmönnum sem hafa gefið út að þeir muni senda fulltrúa í keppnina í Ísrael.
Í Svíþjóð er Eurovision-framlagið valið í forkeppni sem heitir Melodifestivalen og er ein sú stærsta í Evrópu.
Svíar völdu Benjamin Grosso sem sinn fulltrúa í ár en hann hafnaði í sjöunda sæti í úrslitum Eurovision þar sem hann flutti lagið Dance You Off.
Líkt og fyrr segir vann Ísrael Eurovision í ár en sigurvegarinn Netta, sem flutti lagið Toy, gaf til kynna þegar hún tók við verðlaununum að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.
Tæplega 26 þúsund hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision árið 2019 til að brotum Ísraels gagnvart Palestínu.
