Fótbolti

Coventry kemur enn á ný við sögu þegar BBC fjallar um íslenska fótboltalandsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá íslenska landsliðinu á EM 2016.
Það var gaman hjá íslenska landsliðinu á EM 2016. Vísir/Getty
BBC hefur tekið saman myndband um íslenska fótboltalandsliðið í tilefni af komandi heimsmeistaramóti í Rússlandi.

Ísland er með í fyrsta sinn og verður fámennasta þjóðin til að taka þátt í HM í fótbolta.

BBC fjallar um uppkomu íslenska landsliðsins og enn á ný er borg á miðju Englandi nefnd til sögunnar þegar kemur að fjalla um íslenska landsliðið.





Coventry er 350 þúsund manna borg austur af Birmingham en fótboltalið borgarinnar Coventry City F.C. vann sér sæti í ensku C-deildinni eftir 3-1 sigur á Exeter City í umspilsleik á Wembley.

BBC hefur oft borið saman Ísland og Coventry og það er engin breyting á því. Auðvitað koma líka Víkingaklappið, árangurinn á EM og sigurinn á enska landsliðinu við sögu. BBC-menn eru því ekki að flytja nein fjöll í umfjöllun sinni.

BBC fékk líka viðtal við Helga Kolviðsson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, en hann var í Skype-viðtali úr höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Helgi ræddi aðeins um undirbúninginn og fékk nokkrar dæmigerðar spurningar.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast myndbandið um íslenska fótboltalandsliðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×