Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Hulda Hólmkelsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. júní 2018 08:34 Melania Trump fór í nýrnaaðgerð í síðasta mánuði. Vísir/getty Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, mun hvorki fylgja eiginmanni sínum Donald Trump á fund leiðtoga G-7 ríkjanna í vikunni né á fyrirhugaðan leiðtogafund Trump og Kim Jong Un, leiðtoga norður Kóreu. Melania var viðstödd fund G7 ríkjanna á Ítalíu á síðasta ári og fór vel á með henni og öðrum mökum leiðtoganna. Hún mun ekki sækja fundinn heim í ár sem fer fram í Quebeq í Kanada í vikunni. Melania hefur ekki sést á almannafæri frá 10. maí þegar forsetahjónin tóku á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið fangar í Norður Kóreu. Mörgum þykir fjarvera Melaniu einkennileg en forsetafrúr Bandaríkjanna eru ekki síður opinberar persónur en eiginmenn þeirra.Sögusagnir um hugsanlegar lýtaaðgerðir eða mögulegan flutning hennar til New York voru orðnar áberandi á samfélagsmiðlum. Melania fór í nýrnaaðgerð um miðjan maí en var aðgerðin sögð minniháttar. Melania Trump ásamt eiginmanni sínum þann 10. maí síðastliðinn á lóð Hvíta hússinns. Hún hefur ekki sést opinberlega síðan.Vísir/GettyÍ síðustu viku voru áhyggjur af líðan forsetafrúnar og vangaveltur um ástæðurnar fyrir fjarverunni orðnar svo háværar að hún fann sig knúna að tilkynna það á opinberum Twitter reikning sínum að hún væri við hestaheilsu og að hún væri í Hvíta húsinu ásamt fjölskyldu sinni. I see the media is working overtime speculating where I am & what I'm doing. Rest assured, I'm here at the @WhiteHouse w my family, feeling great, & working hard on behalf of children & the American people! — Melania Trump (@FLOTUS) May 30, 2018 Um helgina var forsetinn í Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, með börnum sínum Donald Trump Jr, Tiffany Trump, Ivönku Trump og tengdasyninum Jared Kushner. Melania var ekki með þeim samkvæmt frétt BBC.Í gær tilkynnti talskona hennar svo að hún muni ekki fylgja forsetanum á fund G-7 ríkjanna og að ekki standi til að hún fylgi honum til Singapúr seinna í mánuðinum. Í kvöld munu forsetahjónin þó halda móttökuveislu fyrir fjölskyldur fallinna hermanna, en viðburðurinn verður ekki opinn fjölmiðlum. Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00 Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53 Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan. Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, mun hvorki fylgja eiginmanni sínum Donald Trump á fund leiðtoga G-7 ríkjanna í vikunni né á fyrirhugaðan leiðtogafund Trump og Kim Jong Un, leiðtoga norður Kóreu. Melania var viðstödd fund G7 ríkjanna á Ítalíu á síðasta ári og fór vel á með henni og öðrum mökum leiðtoganna. Hún mun ekki sækja fundinn heim í ár sem fer fram í Quebeq í Kanada í vikunni. Melania hefur ekki sést á almannafæri frá 10. maí þegar forsetahjónin tóku á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið fangar í Norður Kóreu. Mörgum þykir fjarvera Melaniu einkennileg en forsetafrúr Bandaríkjanna eru ekki síður opinberar persónur en eiginmenn þeirra.Sögusagnir um hugsanlegar lýtaaðgerðir eða mögulegan flutning hennar til New York voru orðnar áberandi á samfélagsmiðlum. Melania fór í nýrnaaðgerð um miðjan maí en var aðgerðin sögð minniháttar. Melania Trump ásamt eiginmanni sínum þann 10. maí síðastliðinn á lóð Hvíta hússinns. Hún hefur ekki sést opinberlega síðan.Vísir/GettyÍ síðustu viku voru áhyggjur af líðan forsetafrúnar og vangaveltur um ástæðurnar fyrir fjarverunni orðnar svo háværar að hún fann sig knúna að tilkynna það á opinberum Twitter reikning sínum að hún væri við hestaheilsu og að hún væri í Hvíta húsinu ásamt fjölskyldu sinni. I see the media is working overtime speculating where I am & what I'm doing. Rest assured, I'm here at the @WhiteHouse w my family, feeling great, & working hard on behalf of children & the American people! — Melania Trump (@FLOTUS) May 30, 2018 Um helgina var forsetinn í Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, með börnum sínum Donald Trump Jr, Tiffany Trump, Ivönku Trump og tengdasyninum Jared Kushner. Melania var ekki með þeim samkvæmt frétt BBC.Í gær tilkynnti talskona hennar svo að hún muni ekki fylgja forsetanum á fund G-7 ríkjanna og að ekki standi til að hún fylgi honum til Singapúr seinna í mánuðinum. Í kvöld munu forsetahjónin þó halda móttökuveislu fyrir fjölskyldur fallinna hermanna, en viðburðurinn verður ekki opinn fjölmiðlum.
Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00 Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53 Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan. Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00
Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53
Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35