Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Sjúklingur í lífshættu upplifði sig afskiptan og fastan í glundroða álags og skipulagsleysis á Hjartagátt landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Fréttablaðið/GVA „Ég hefði þess vegna getað dottið niður dauður hvenær sem var,“ segir hugbúnaðarsérfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson, sem kveðst hafa gleymst í lífshættulegu ástandi á hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Birgir segir álag og samskiptaleysi starfsfólks vel hafa getað kostað hann lífið. Mál hans er nú til skoðunar innan spítalans en sjálfur hefur hann sent kvörtun til Landlæknis. Birgir var fluttur með sjúkrabíl á hjartagáttina á miðvikudag eftir að hafa leitað á bráðadeild með brjóstverki og mæði en hann hefur glímt við hjartveiki um árabil. Þar var hann tengdur við tæki og tól allan daginn en sendur heim um kvöldið vegna álags og beðinn um að koma daginn eftir í ómskoðun og hugsanlega þræðingu. Á fimmtudagsmorgun kveðst Birgir hafa beðið í eina og hálfa klukkustund eftir ómskoðun en síðan hafi hann setið svo klukkutímum skipti á ganginum að henni lokinni, afskiptur. „Ég fékk hvorki vott né þurrt, ekki meðöl og engar mælingar gerðar. Enginn spurði um líðan mína. Ég gafst upp klukkan 14 og skildi eftir símanúmerið mitt og bað þau um að hringja þegar ákvörðun lægi fyrir um þræðingu.“Sjá einnig: Mannekla veldur kvíða Það var ekki fyrr en hálf tíu um kvöldið sem hringt var í Birgi og hann að sögn beðinn afsökunar á meðferðinni og honum tjáð að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu strax daginn eftir. Í aðgerðinni á föstudagsmorgun kom í ljós að ein slagæðin var 90 prósent lokuð. Ljóst má því vera að tæpt hafi staðið. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að útskýra að hverju maður verður vitni að inni á svona deild, hvílíkur glundroði ríkir vegna manneklu og yfirálags. Það er skelfilegt að upplifa þetta,“ segir Birgir sem telur álagið komið úr böndunum. Ólíðandi sé að sjúklingur í lífshættu gleymist vegna skorts á samskiptum starfsfólks og álags. Yfirlæknir hjartagáttarinnar, Karl Andersen, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Málinu væri ekki lokið innan spítalans en vissulega væri mikið álag á deildinni. Greint var frá því í vikunni að hjartagáttinni verður lokað í mánuð í sumar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Ég hefði þess vegna getað dottið niður dauður hvenær sem var,“ segir hugbúnaðarsérfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson, sem kveðst hafa gleymst í lífshættulegu ástandi á hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Birgir segir álag og samskiptaleysi starfsfólks vel hafa getað kostað hann lífið. Mál hans er nú til skoðunar innan spítalans en sjálfur hefur hann sent kvörtun til Landlæknis. Birgir var fluttur með sjúkrabíl á hjartagáttina á miðvikudag eftir að hafa leitað á bráðadeild með brjóstverki og mæði en hann hefur glímt við hjartveiki um árabil. Þar var hann tengdur við tæki og tól allan daginn en sendur heim um kvöldið vegna álags og beðinn um að koma daginn eftir í ómskoðun og hugsanlega þræðingu. Á fimmtudagsmorgun kveðst Birgir hafa beðið í eina og hálfa klukkustund eftir ómskoðun en síðan hafi hann setið svo klukkutímum skipti á ganginum að henni lokinni, afskiptur. „Ég fékk hvorki vott né þurrt, ekki meðöl og engar mælingar gerðar. Enginn spurði um líðan mína. Ég gafst upp klukkan 14 og skildi eftir símanúmerið mitt og bað þau um að hringja þegar ákvörðun lægi fyrir um þræðingu.“Sjá einnig: Mannekla veldur kvíða Það var ekki fyrr en hálf tíu um kvöldið sem hringt var í Birgi og hann að sögn beðinn afsökunar á meðferðinni og honum tjáð að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu strax daginn eftir. Í aðgerðinni á föstudagsmorgun kom í ljós að ein slagæðin var 90 prósent lokuð. Ljóst má því vera að tæpt hafi staðið. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að útskýra að hverju maður verður vitni að inni á svona deild, hvílíkur glundroði ríkir vegna manneklu og yfirálags. Það er skelfilegt að upplifa þetta,“ segir Birgir sem telur álagið komið úr böndunum. Ólíðandi sé að sjúklingur í lífshættu gleymist vegna skorts á samskiptum starfsfólks og álags. Yfirlæknir hjartagáttarinnar, Karl Andersen, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Málinu væri ekki lokið innan spítalans en vissulega væri mikið álag á deildinni. Greint var frá því í vikunni að hjartagáttinni verður lokað í mánuð í sumar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00