Landsliðsþjálfari Englands Gareth Southgate lofaði markvörðinn Jordan Pickford, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, eftir frammistöðu hans í vináttulandsleik gegn Nígeríu í gær. England vann leikinn 2-1.
Pickford stóð í markinu allan leikinn og var leikurinn aðeins hans þriðji A-landsleikur fyrir England. Enskir fjölmiðlar telja orð Southgate eftir leikinn benda til þess að Pickford verði aðalmarkvörður Englands á HM í Rússlandi.
Nick Pope, liðsfélagi Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, og Jack Butland hjá Stoke eru hinir tveir markmennirnir í hóp Englands. Pope hefur enn ekki spilað A-landsleik fyrir England en Butland á sjö leiki fyrir England.
„Ég var mjög sáttur með það sem Jordan gerði. Venjulega þegar þú spilar fyrir England þá færðu ekki of mörg tækifæri til þess að verja mikið,“ sagði Southgate.
„Ákvarðanataka hans í fyrirgjöfum, þegar hann kýldi boltann, róin yfir sendingunum, allt þetta skiptir mjög miklu máli í okkar leikstíl. Hann má vera mjög sáttur með sig.“
England á einn vináttulandsleik eftir fyrir HM, gegn Costa Rica á Elland Road á fimmtudag. Southgate hefur ekki ákveðið hver þeirra Pickford, Pop og Butland verði í markinu.
Southgate lofar Pickford │Aðalmarkmaðurinn fyrir HM fundinn?
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






„Við erum ekki á góðum stað“
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn