Kári: „Einhver álög á okkur í æfingaleikjum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 23:07 Kári Árnason bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar í vináttulandsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld. Lærisveinar Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Noregs, fóru með sigur af hólmi. Kári var svekktur með tapið en ekkert of stressaður varðandi framhaldið. „Það er náttúrulega bara ömurlegt, sérstaklega þegar það er íslenska landsliðið. Það eru einhver álög á okkur í þessum æfingaleikjum, það bara gengur ekkert. Það voru alveg jákvæðir punktar í þessu en við megum ekki sofa svona á verðinum og glutra þessu niður á lokamínútunum,“ sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leik spurður um hvort ekki væri leiðinlegt að horfa á liðið sitt tapa sem fyrirliði. Að mati Kára var sóknarleikur liðsins það jákvæðasta en klaufaskapur í vörninni kostaði liðið sigurinn á lokasprettinum. „Við skorum tvö mörk og mér fannst við hafa stjórn á þeim. Svo setja þeir tvo spræka menn inn á og við kannski glímum ekki nógu vel við það. Samt, það er algjör óþarfi að fá svona mörk á sig og svo úr löngu innkasti,“ sagði Kári. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af framhaldinu en leikurinn gegn Noregi var liður í lokaundirbúning fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst innan skamms. „Það er svolítið langt síðan við höfum spilað saman og við erum bara að stilla saman strengi. Þetta er partur af undirbúningnum. Við fengum líka skell á móti þeim út í Noregi síðast þannig að vonandi er þetta góðs viti,“ segir Kári. Framundan er leikur á fimmtudaginn gegn Gana sem menn binda vonir við að verði góður undirbúningur fyrir leikinn gegn Nígeríu í D-riðli HM. En við hverju býst Kári í þeim leik? „Ég býst við allt öðruvísi liði,“ sagði Kári. „Það verður allt annar leikur og við leggjum hann öðruvísi upp. “ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Kári Árnason bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar í vináttulandsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld. Lærisveinar Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Noregs, fóru með sigur af hólmi. Kári var svekktur með tapið en ekkert of stressaður varðandi framhaldið. „Það er náttúrulega bara ömurlegt, sérstaklega þegar það er íslenska landsliðið. Það eru einhver álög á okkur í þessum æfingaleikjum, það bara gengur ekkert. Það voru alveg jákvæðir punktar í þessu en við megum ekki sofa svona á verðinum og glutra þessu niður á lokamínútunum,“ sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leik spurður um hvort ekki væri leiðinlegt að horfa á liðið sitt tapa sem fyrirliði. Að mati Kára var sóknarleikur liðsins það jákvæðasta en klaufaskapur í vörninni kostaði liðið sigurinn á lokasprettinum. „Við skorum tvö mörk og mér fannst við hafa stjórn á þeim. Svo setja þeir tvo spræka menn inn á og við kannski glímum ekki nógu vel við það. Samt, það er algjör óþarfi að fá svona mörk á sig og svo úr löngu innkasti,“ sagði Kári. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af framhaldinu en leikurinn gegn Noregi var liður í lokaundirbúning fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst innan skamms. „Það er svolítið langt síðan við höfum spilað saman og við erum bara að stilla saman strengi. Þetta er partur af undirbúningnum. Við fengum líka skell á móti þeim út í Noregi síðast þannig að vonandi er þetta góðs viti,“ segir Kári. Framundan er leikur á fimmtudaginn gegn Gana sem menn binda vonir við að verði góður undirbúningur fyrir leikinn gegn Nígeríu í D-riðli HM. En við hverju býst Kári í þeim leik? „Ég býst við allt öðruvísi liði,“ sagði Kári. „Það verður allt annar leikur og við leggjum hann öðruvísi upp. “
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15