Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júní 2018 22:53 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. „Tilfinningin var frábær og móttökurnar voru góðar. Það er frábært að vera farinn að spila aftur og mér leið mjög vel,” sagði Gylfi í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Ég var þreyttur fyrstu fimm mínúturnar en svo komst ég í gírinn. Það gaf mér mikið sjálfstraust að hnéið hélt og svo skoraði ég auðvitað. Fínt kvöld fyrir mig persónulega. Ef við lítum á úrslitin og frammistöðuna þá erum við svekktir.” „Ég og Heimir vorum búnir að ræða það síðustu daga að við ætluðum að taka stöðuna. Það gekk vel og ég fann ekki fyrir neinu. Svo ákváðum við það að ég myndi spila 25-30 mínútur sem gekk vel.” Hvernig var fyrir Gylfa, sem er stærsta stjarna liðsins, að horfa á leikinn frá bekknum? „Auðvitað er þetta skrýtið að horfa á þetta frá bekknum sérstaklega þegar maður er svona nálægt HM. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að spila en ég spila vonandi meira í næsta leik.” „Ég held að ég verði klár í fyrsta leik gegn Argentínu. Ég er búinn að leggja mikið á mig síðustu tvo til þrjá mánuði. Æfa mikið og reyna að vera í eins góðu standi. Svo lengi sem eitthvað annað kemur ekki fyrir þá ætti ég að vera í toppstandi.” Gylfi hefur verið ansi duglegur og lagt hart að sér að komast aftur í sitt gamla form en hefur hann aldrei orðið svartsýnn í leið sinni að batanum? „Já, það kom ein vika þar sem vökvi var í hnénu og ég náði ekki að losna við það. Ég þurfti að fara í sprautu og þar kom vika þar sem maður var svartsýnn. Sem betur er þetta allt að ganga eftir,” en hvernig leið Gylfa þá? „Auðvitað mjög illa. Ég var svolítið langt niðri en ég vissi að ég hefði langan tíma til að vera nokkurn veginn klár fyrir HM en auðvitað er betra fyrir sjálfan mig að fara í gegnum æfingar sem hefur verið raunin upp á síðkastið.” Gylfi leggst væntanlega á koddann nokkuð ánægður enda kominn til baka eftir þrjá mánuði af meiðslum þrátt fyrir tap Íslands í kvöld. „Auðvitað er margt sem við þurfum að bæta og fara yfir fyrir næsta leik en fyrir mig persónulega þá er frábært að vera kominn aftur að spila og skora líka. Auðvitað er þetta æfingarleikur og við erum að æfa öðruvísi en ég held að það sé fínt að fá smá ámninngu að það er margt sem við þurfum að bæta.” HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. „Tilfinningin var frábær og móttökurnar voru góðar. Það er frábært að vera farinn að spila aftur og mér leið mjög vel,” sagði Gylfi í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Ég var þreyttur fyrstu fimm mínúturnar en svo komst ég í gírinn. Það gaf mér mikið sjálfstraust að hnéið hélt og svo skoraði ég auðvitað. Fínt kvöld fyrir mig persónulega. Ef við lítum á úrslitin og frammistöðuna þá erum við svekktir.” „Ég og Heimir vorum búnir að ræða það síðustu daga að við ætluðum að taka stöðuna. Það gekk vel og ég fann ekki fyrir neinu. Svo ákváðum við það að ég myndi spila 25-30 mínútur sem gekk vel.” Hvernig var fyrir Gylfa, sem er stærsta stjarna liðsins, að horfa á leikinn frá bekknum? „Auðvitað er þetta skrýtið að horfa á þetta frá bekknum sérstaklega þegar maður er svona nálægt HM. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að spila en ég spila vonandi meira í næsta leik.” „Ég held að ég verði klár í fyrsta leik gegn Argentínu. Ég er búinn að leggja mikið á mig síðustu tvo til þrjá mánuði. Æfa mikið og reyna að vera í eins góðu standi. Svo lengi sem eitthvað annað kemur ekki fyrir þá ætti ég að vera í toppstandi.” Gylfi hefur verið ansi duglegur og lagt hart að sér að komast aftur í sitt gamla form en hefur hann aldrei orðið svartsýnn í leið sinni að batanum? „Já, það kom ein vika þar sem vökvi var í hnénu og ég náði ekki að losna við það. Ég þurfti að fara í sprautu og þar kom vika þar sem maður var svartsýnn. Sem betur er þetta allt að ganga eftir,” en hvernig leið Gylfa þá? „Auðvitað mjög illa. Ég var svolítið langt niðri en ég vissi að ég hefði langan tíma til að vera nokkurn veginn klár fyrir HM en auðvitað er betra fyrir sjálfan mig að fara í gegnum æfingar sem hefur verið raunin upp á síðkastið.” Gylfi leggst væntanlega á koddann nokkuð ánægður enda kominn til baka eftir þrjá mánuði af meiðslum þrátt fyrir tap Íslands í kvöld. „Auðvitað er margt sem við þurfum að bæta og fara yfir fyrir næsta leik en fyrir mig persónulega þá er frábært að vera kominn aftur að spila og skora líka. Auðvitað er þetta æfingarleikur og við erum að æfa öðruvísi en ég held að það sé fínt að fá smá ámninngu að það er margt sem við þurfum að bæta.”
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28
Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15