Enski boltinn

Sterling bað liðsfélagana afsökunar

Dagur Lárusson skrifar
Raheem Sterling.
Raheem Sterling. vísir/getty
Raheem Sterling, leikmaður Englands og Manchester City, bað liðsfélaga sína í enska landsliðinu afsökunar eftir að hafa mætt of seint til æfinga.

 

Sterling hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarna daga eftir að hann opiberaði húðflúr sem hann hafði látið setja á sig en húðflúrið var af tegund af byssu sem fór misvel í fólk.

 

Gareth Southgate, þjálfari Englands, vildi þó alls ekki gera mál úr húðflúrinu eða seinkomunni.

 

„Hann fékk frí þar til á þriðjudaginn en hann kom til baka á miðvikudagsmorguninn, þannig hann var seinn.“

 

„Það var einhvern misskilningur milli hans og flugfélagsins. Honum til varnar þá bað hann liðfsélaga sína afsökunar, sagði frá skuldbindingu sinni til liðsins og þvi álitum við þetta mál sem útkljáð. Allir samþykktu afsökunar beiðni hans.“

 

Aðspurður út í mögulega refsingu fyrir Sterling sagði Southgate að það væri ekki möguleiki.

 

„Nei því hann ætlaði sér ekki að gera þetta, þetta var ekki hans sök. Þetta væri annað ef hann vildi ekki vera hérna og vildi koma seint, þá væri þetta öðruvísi. Ég tók eftir einbeitingu hans og skuldbindingu og því er ég sáttur,“ sagði Southgate.

 

Southgate var einnig spurður út í húðflúrið.

 

„Ég skil ekki afhverju það eru svona margar fréttir um hann miðað við aðra. Hann er leikmaður sem getur skipt sköpum í stóru leikjunum, það er eflaust ástæðan fyrir aukinni umfjöllun um hann.“

 

Enska landsliðið er auðvitað í miðjum undirbúningi fyrir HM í sumar en liðið spilaði meðal annars við Nígeríu í gærkvöldi.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×