YouTube sætir harðari reglum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2018 08:45 Elfa Ýr Gylfadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Persónuvernd YouTube er gagnrýnt af hagsmuna- og neytendahópum og af foreldrum víða um heim fyrir að bregðast siðferðislegum skyldum sínum, sem meðal annars snúa að óviðeigandi efni sem ætlað er börnum á veitunni. En foreldrar geta senn andað léttar. Með nýjum lögum um persónuvernd sem tóku gildi í lok síðustu viku hafa reglur verið hertar fyrir fyrirtæki á borð við YouTube. „Nú er að koma ný hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður samþykkt á þessu ári og þarf að innleiða hana í öllum EES-ríkjum, þar á meðal á Íslandi. YouTube, og aðrir samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndefni, munu þá falla undir gildissvið tilskipunarinnar og verða undirorpnir eftirliti fjölmiðlanefnda í álfunni,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, en fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með YouTube til þessa. Tilskipunin hefur verið gefin út og hefst þá innleiðingarferli. Búist er við að ferlið taki 12 til 24 mánuði. „Það sem skiptir máli er hvar fyrirtækið er skráð. YouTube tilheyrir til dæmis írskri lögsögu. Írska fjölmiðlaeftirlitið þarf þá að tryggja að YouTube setji sér reglur um vernd barna og sjá til þess að þeim sé fylgt. YouTube þarf því að tryggja að efni sem talið er óæskilegt börnum sé ekki aðgengilegt þeim,“ segir Elfa Ýr. Umsvif myndbandaveitunnar eru hins vegar svo gríðarlega mikil að með tilskipuninni þarf að finna lausn á því hvernig hægt er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að skaðlegu efni í allri álfunni.YouTube hefur lítið látið til sín taka þegar kemur að vernd barna gegn óæskilegu efni á veitunni. Fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með því sem þar birtist. Það breytist þó með nýrri löggjöf um persónuvernd.NORDICPHOTOS/GETTYHollenska fyrirtækið NICAM hefur fengið það hlutverk að aldursmeta alla tölvuleiki fyrir EES-svæðið. Fyrirtækið hefur einsett sér að finna leiðir til að aldursmeta efni sem aðgengilegt er á samfélagsmiðlum og hefur gert ýmsar tilraunir í þá veru. Hjá NICAM starfar vísindanefnd sem styðst við víðtækar rannsóknir á því hvernig myndefni hefur áhrif á börn, rannsóknir í þroskasálfræði og fleira. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, er með samning við NICAM og er þetta aldursmatskerfi notað hér á landi. „NICAM hefur verið virkt í að taka þátt í verkefnum sem snúa að því að aldursmeta efni. Þeir hafa reynt að vinna með YouTube en það hefur gengið illa. YouTube hefur sýnt áhuga og svarað á jákvæðum nótum en svo ekkert aðhafst frekar né viljað samstarf. Ein af ástæðunum er að YouTube er ekki skuldbundið til að gera slíkt á evrópskum markaði. En nú þegar tilskipunin verður samþykkt getur það varðað við lög ef fyrirtækið tekur sig ekki á,“ segir Elfa Ýr. „Annað til viðbótar almennt um YouTube er að það er verið að framleiða svo gríðarlega mikið af efni. Við erum í auknum mæli farin að sjá fyrirbæri sem nefnist „FakeTube“. Það eru alls kyns aðilar sem búa til falsfréttir, efni sem getur verið skaðlegt og hvað annað sem er. Þetta eru aðilar úti í heimi sem nota gervigreind til að framleiða myndbönd á YouTube og nýleg rannsókn sýnir að slíkar veitur geta verið að dæla út 80.000 myndböndum á nokkrum dögum og hlaðið inn á nokkurra mínútna fresti,“ segir hún. Að sögn Elfu Ýrar er erfitt að ráða við þetta. Efnið getur ekki aðeins verið skaðlegt börnum heldur er líka mikið um hatursorðræðu, sem sé ekki síður alvarlegt. „Þetta er eitt af stóru málunum sem er ekki komin lausn á. Þessu efni hefur fjölgað og hluti af vandamálinu er að YouTube ræður ekki við þetta,“ segir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Persónuvernd YouTube er gagnrýnt af hagsmuna- og neytendahópum og af foreldrum víða um heim fyrir að bregðast siðferðislegum skyldum sínum, sem meðal annars snúa að óviðeigandi efni sem ætlað er börnum á veitunni. En foreldrar geta senn andað léttar. Með nýjum lögum um persónuvernd sem tóku gildi í lok síðustu viku hafa reglur verið hertar fyrir fyrirtæki á borð við YouTube. „Nú er að koma ný hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður samþykkt á þessu ári og þarf að innleiða hana í öllum EES-ríkjum, þar á meðal á Íslandi. YouTube, og aðrir samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndefni, munu þá falla undir gildissvið tilskipunarinnar og verða undirorpnir eftirliti fjölmiðlanefnda í álfunni,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, en fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með YouTube til þessa. Tilskipunin hefur verið gefin út og hefst þá innleiðingarferli. Búist er við að ferlið taki 12 til 24 mánuði. „Það sem skiptir máli er hvar fyrirtækið er skráð. YouTube tilheyrir til dæmis írskri lögsögu. Írska fjölmiðlaeftirlitið þarf þá að tryggja að YouTube setji sér reglur um vernd barna og sjá til þess að þeim sé fylgt. YouTube þarf því að tryggja að efni sem talið er óæskilegt börnum sé ekki aðgengilegt þeim,“ segir Elfa Ýr. Umsvif myndbandaveitunnar eru hins vegar svo gríðarlega mikil að með tilskipuninni þarf að finna lausn á því hvernig hægt er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að skaðlegu efni í allri álfunni.YouTube hefur lítið látið til sín taka þegar kemur að vernd barna gegn óæskilegu efni á veitunni. Fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með því sem þar birtist. Það breytist þó með nýrri löggjöf um persónuvernd.NORDICPHOTOS/GETTYHollenska fyrirtækið NICAM hefur fengið það hlutverk að aldursmeta alla tölvuleiki fyrir EES-svæðið. Fyrirtækið hefur einsett sér að finna leiðir til að aldursmeta efni sem aðgengilegt er á samfélagsmiðlum og hefur gert ýmsar tilraunir í þá veru. Hjá NICAM starfar vísindanefnd sem styðst við víðtækar rannsóknir á því hvernig myndefni hefur áhrif á börn, rannsóknir í þroskasálfræði og fleira. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, er með samning við NICAM og er þetta aldursmatskerfi notað hér á landi. „NICAM hefur verið virkt í að taka þátt í verkefnum sem snúa að því að aldursmeta efni. Þeir hafa reynt að vinna með YouTube en það hefur gengið illa. YouTube hefur sýnt áhuga og svarað á jákvæðum nótum en svo ekkert aðhafst frekar né viljað samstarf. Ein af ástæðunum er að YouTube er ekki skuldbundið til að gera slíkt á evrópskum markaði. En nú þegar tilskipunin verður samþykkt getur það varðað við lög ef fyrirtækið tekur sig ekki á,“ segir Elfa Ýr. „Annað til viðbótar almennt um YouTube er að það er verið að framleiða svo gríðarlega mikið af efni. Við erum í auknum mæli farin að sjá fyrirbæri sem nefnist „FakeTube“. Það eru alls kyns aðilar sem búa til falsfréttir, efni sem getur verið skaðlegt og hvað annað sem er. Þetta eru aðilar úti í heimi sem nota gervigreind til að framleiða myndbönd á YouTube og nýleg rannsókn sýnir að slíkar veitur geta verið að dæla út 80.000 myndböndum á nokkrum dögum og hlaðið inn á nokkurra mínútna fresti,“ segir hún. Að sögn Elfu Ýrar er erfitt að ráða við þetta. Efnið getur ekki aðeins verið skaðlegt börnum heldur er líka mikið um hatursorðræðu, sem sé ekki síður alvarlegt. „Þetta er eitt af stóru málunum sem er ekki komin lausn á. Þessu efni hefur fjölgað og hluti af vandamálinu er að YouTube ræður ekki við þetta,“ segir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent