Fótbolti

Heimir: Lars á mikið í þessu liði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir er orðinn spenntur fyrir leiknum.
Heimir er orðinn spenntur fyrir leiknum.
Það verða vinafundir á hliðarlínu Laugardalsvallar annað kvöld. Þá hittast þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í sínum fyrsta leik sem andstæðingar.

„Það er fínt að hafa Lars hinum megin því þá heyrir maður allavega ekki blótið á norsku,“ segir Heimir og hlær dátt. „Þetta verður gaman og viðeigandi að hann sé aðeins í kringum okkar lokaundirbúning. Hann á auðvitað mikið í þessu liði.“

Heimir hefur lært mikið af sænska vini sínum og þeir þekkja hvorn annan vel. Það verður því líklega ómögulegt að koma á óvart í þessum leik.

„Ef ég ætti að tippa á þennan leik þá færi hann 0-0. Við eigum að vera samhæfðari í því sem við erum að gera en Norðmenn. Hvatningin ætti líka að vera meiri hjá ykkur enda erum við á leið í lokakeppni og að spila fyrir framan okkar stuðningsmenn. Ef menn gera það ekki af fullum krafti þá er eitthvað að hjá okkur,“ segir Eyjamaðurinn.

Aron Einar Gunnarsson mun ekki spila á morgun vegna meiðsla en Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikfær. Aftur á móti hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort hann spili gegn Norðmönnum.

„Ég vona það. Gylfi er að æfa á fullu núna og við sjáum svo til hvort hann fái mínútur. Það er bara spurning hvað sé skynsamlegt að gera.“

Sjá má viðtalið við Heimi í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×