Nýr bæjarstjóri í Eyjum: „Við áttum kannski ekki von á þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 15:05 Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/einar árnason Íris Róbertsdóttir, nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, segir að viðræður við Eyjalistann um nýjan meirihluta í bæjarstjórn hafi gengið vel. Hún segir árangur listans í kosningunum hafa farið fram úr björtustu vonum en Fyrir Heimaey náði þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur í næstu viku að sögn Írisar en spurð út í helstu áherslur flokkanna í bæjarstjórn nefnir hún aukið íbúalýðræði, rafræna stjórnsýslu og aukna áherslu á fræðslumál. „Það er bara það sem við vorum að predika fyrir kosningar. Við lögðum áherslu á aukið íbúalýðræði, við viljum opna bókhaldið og setja aukna áherslu á fræðslumál. Þetta mun koma skýrt fram í málefnasamningnum sem við ætlum að kynna eftir helgi. Eyjalistinn sem er með okkur í þessu samstarfi var með mjög líkar áherslur og við á þessa þætti þannig að þetta mun vera í forgrunni,“ segir Íris í samtali við Vísi.Þurftu að tala sig niður á nokkur mál Spurð út í hvernig viðræðurnar við Eyjalistann hafi gengið segir Íris að það hafi verið nokkur mál sem hafi þurft að tala sig niður á en að góður andi hafi verið í hópnum og að vinnan hafi gengið vel. Fyrir Heimaey er bæjaramálafélag sem var stofnað um miðjan apríl en mikil óánægja hafði kraumað á meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum með að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda kosninganna heldur kaus fulltrúaráðið á milli frambjóðenda í svokallaðri röðun. Írisi, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var boðið þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en þáði það ekki. Hún hafði verið einn helsti talsmaður prófkjörs innan flokksins í Eyjum. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, og má segja að árangur félagsins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag sé eftirtektarverður þar sem oddvitinn er kominn í bæjarstjórastólinn.En áttu Íris og félagar hennar í H-listanum von á þessum árangri í kosningunum? „Við áttum kannski ekki von á þessu. Við vorum að gæla við það að fá tvo, það var markmiðið okkar, en þetta var framar okkar björtustu vonum og erum ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið,“ segir Íris. Og hvernig leggst svo nýja starfið í hana? „Ég er svona ekki alveg búin að ná utan um þetta. En ég hlakka bara til að takast á við nýtt starf og ný verkefni og fóta mig í því.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, segir að viðræður við Eyjalistann um nýjan meirihluta í bæjarstjórn hafi gengið vel. Hún segir árangur listans í kosningunum hafa farið fram úr björtustu vonum en Fyrir Heimaey náði þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur í næstu viku að sögn Írisar en spurð út í helstu áherslur flokkanna í bæjarstjórn nefnir hún aukið íbúalýðræði, rafræna stjórnsýslu og aukna áherslu á fræðslumál. „Það er bara það sem við vorum að predika fyrir kosningar. Við lögðum áherslu á aukið íbúalýðræði, við viljum opna bókhaldið og setja aukna áherslu á fræðslumál. Þetta mun koma skýrt fram í málefnasamningnum sem við ætlum að kynna eftir helgi. Eyjalistinn sem er með okkur í þessu samstarfi var með mjög líkar áherslur og við á þessa þætti þannig að þetta mun vera í forgrunni,“ segir Íris í samtali við Vísi.Þurftu að tala sig niður á nokkur mál Spurð út í hvernig viðræðurnar við Eyjalistann hafi gengið segir Íris að það hafi verið nokkur mál sem hafi þurft að tala sig niður á en að góður andi hafi verið í hópnum og að vinnan hafi gengið vel. Fyrir Heimaey er bæjaramálafélag sem var stofnað um miðjan apríl en mikil óánægja hafði kraumað á meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum með að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda kosninganna heldur kaus fulltrúaráðið á milli frambjóðenda í svokallaðri röðun. Írisi, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var boðið þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en þáði það ekki. Hún hafði verið einn helsti talsmaður prófkjörs innan flokksins í Eyjum. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, og má segja að árangur félagsins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag sé eftirtektarverður þar sem oddvitinn er kominn í bæjarstjórastólinn.En áttu Íris og félagar hennar í H-listanum von á þessum árangri í kosningunum? „Við áttum kannski ekki von á þessu. Við vorum að gæla við það að fá tvo, það var markmiðið okkar, en þetta var framar okkar björtustu vonum og erum ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið,“ segir Íris. Og hvernig leggst svo nýja starfið í hana? „Ég er svona ekki alveg búin að ná utan um þetta. En ég hlakka bara til að takast á við nýtt starf og ný verkefni og fóta mig í því.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45