Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri orðinn leikfær. Aron Einar Gunnarsson mun aftur á móti ekki spila í æfingaleikjunum tveimur fyrir HM.
Heimir var eðlilega spurður mikið út samband sitt við Lars Lagerbäck sem er mættur hingað sem þjálfari Noregs. Þeir hafa ekki enn hist en stefna á að gera það síðar í dag.
„Stefnan er að taka kaffibolla með kallinum eftir æfingu í dag. Lars er góður vinur minn og lærifaðir. Ég hafði enga reynslu í þessu starfi þegar hann kom og átti frábær fjögur ár með honum. Með okkur myndaðist góður vinskapur. Við vorum heppin að fá hann hingað með þá hluti sem hann gat kennt okkur,“ sagði Heimir en Lars sagði í gær að þeir þekktust svo vel að þetta yrði eins og að spila við sjálfan sig á morgun.
„Þetta verður eins og að spila við spegil,“ segir Heimir brosandi. „Við vitum allt um Noreg og öfugt. Við eigum aftur á móti að vera í betra standi og grimmari enda að undirbúa okkur fyrir HM. Við ættum því að vera fljótari í okkar aðgerðum.“
Gylfi Þór Sigurðsson er farinn að æfa af fullum krafti og er afar hungraður að sögn þjálfarans.
„Gylfi er leikfær. Við höfum samt ekki ákveðið hvort hann spili eða þá hversu mikið. Aron Einar er aftur á móti ekki leikfær og mun ekki spila í þessum leikjum hér heima.“
Heimir: Verður eins og að spila við spegil
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



