Körfubolti

Vinsælasti þátturinn af Dallas kom við sögu í langbestu fyrirsögn dagsins um NBA úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nafnarnir J. R. Smith og J. R. Ewing.
Nafnarnir J. R. Smith og J. R. Ewing. Vísir/Getty
Hver hefði séð fyrir sér að sjónvarpsþátturinn Dallas kæmi við sögu í fyrirsögn um fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors. Það var hinsvegar raunin í dag og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni langbesta fyrirsögn dagsins.

Cleveland leikmaðurinn J. R. Smith var skúrkur næturinnar þegar hann reyndi ekki að skora á lokasekúndum venjulegs leiktíma í fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta.

Staðan var jöfn og eftir sóknarfrákast J. R. Smith þá fékk Cleveland liðið nokkrar sekúndur til að skora sigurkörfuna. Í stað þess að skjóta eða gefa á opinn mann þá lét J. R. Smith tímann renna út og því varð að framlengja.

Golden State liðið vann framlenginguna og er komið í 1-0 í einvíginu. Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan.





Fólkið á New York Post var með puttann á púlsinum þegar kom að því að hann forsíðufyrirsögn dagsins og þar þótti alveg tilvalið að nýta sér það að J. R. Smith átti mjög frægan nafna í Dallas sjónvarpsþáttunum.

Frægasti þáttur Dallas var án vafa þátturinn „Who shot J.R.?" sem er enn í dag það sjónvarpsefni sem hefur fengið næstmest áhorf í sögu bandarísks sjónvarps.

Fyrirsögnin heppnaðist mjög vel eins og sjá má hér fyrir neðan en það þarf samt örugglega að útskýra hana fyrir yngri kynslóðinni sem man ekkert eftir Dallas þáttunum. Þátturinn „Who shot J.R.?" var sem dæmi frumsýndur í nóvember 1980.

Fyrirsögnina í New York Post má sjá hér fyrir neðan.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×