Skilvirkara Ísland Sigurður Hannesson skrifar 1. júní 2018 07:00 Það er virðingarvert að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir samfélagið. Nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum er óskað til hamingju með kjörið og með fylgja óskir um velfarnað í störfum. Mikilvæg verkefni bíða, ekki síst á sviði húsnæðis- og samgöngumála. Stjórnsýsla þarf að vera skilvirkari, afgreiðsla mála skjót og málefnaleg til að draga úr óþarfa kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu. Breyta þarf skipulagi þannig að fjöldi íbúða verði í takt við vænta fólksfjölgun og leita þarf leiða, ekki síst snjallra lausna svo umferð gangi greiðlega. Það kemur ekki á óvart að húsnæðis- og samgöngumál hafi verið kjósendum í sveitarstjórnarkosningum hugleikin. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga um 70 þúsund ef marka má spá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Því fylgir umtalsverð uppbygging íbúðarhúsnæðis en skipulag gerir enn ekki ráð fyrir öllum þessum fjölda íbúða. Hljóð og mynd fara því ekki saman. Skortur á húsnæði hefur þrýst verði upp þannig að erfiðara er að komast inn á markaðinn og leiguverð hefur hækkað skarpt. Aukin umferð hefur leitt til þess að ferðatími á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um allt að 40% á fimm árum. Valið stendur þannig á milli dýrrar íbúðar miðsvæðis eða umferðartafa. Stjórnsýsla sveitarfélaga í þessum málum er ekki eins og best verður á kosið og er frægt þegar Mathöllin á Hlemmi var opnuð ári of seint þar sem Reykjavíkurborg átti erfitt með að fá tilskilin leyfi hjá sjálfri sér. Það bætir svo gráu ofan á svart að öryggisventillinn virkar ekki. Afgreiðsla úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála tefst langt umfram lögboðin mörk. Hefur ESA séð ástæðu til að setja ofan í við stjórnvöld vegna þessa og krafist úrbóta. Ríkið þarf að einfalda stjórnsýsluna. Flutningur húsnæðismála og byggingarmála yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti væri gott fyrsta skref. Einföldun, aukin skilvirkni og breytt skipulag eru fyrstu skref í átt að þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sigurður Hannesson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er virðingarvert að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir samfélagið. Nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum er óskað til hamingju með kjörið og með fylgja óskir um velfarnað í störfum. Mikilvæg verkefni bíða, ekki síst á sviði húsnæðis- og samgöngumála. Stjórnsýsla þarf að vera skilvirkari, afgreiðsla mála skjót og málefnaleg til að draga úr óþarfa kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu. Breyta þarf skipulagi þannig að fjöldi íbúða verði í takt við vænta fólksfjölgun og leita þarf leiða, ekki síst snjallra lausna svo umferð gangi greiðlega. Það kemur ekki á óvart að húsnæðis- og samgöngumál hafi verið kjósendum í sveitarstjórnarkosningum hugleikin. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga um 70 þúsund ef marka má spá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Því fylgir umtalsverð uppbygging íbúðarhúsnæðis en skipulag gerir enn ekki ráð fyrir öllum þessum fjölda íbúða. Hljóð og mynd fara því ekki saman. Skortur á húsnæði hefur þrýst verði upp þannig að erfiðara er að komast inn á markaðinn og leiguverð hefur hækkað skarpt. Aukin umferð hefur leitt til þess að ferðatími á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um allt að 40% á fimm árum. Valið stendur þannig á milli dýrrar íbúðar miðsvæðis eða umferðartafa. Stjórnsýsla sveitarfélaga í þessum málum er ekki eins og best verður á kosið og er frægt þegar Mathöllin á Hlemmi var opnuð ári of seint þar sem Reykjavíkurborg átti erfitt með að fá tilskilin leyfi hjá sjálfri sér. Það bætir svo gráu ofan á svart að öryggisventillinn virkar ekki. Afgreiðsla úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála tefst langt umfram lögboðin mörk. Hefur ESA séð ástæðu til að setja ofan í við stjórnvöld vegna þessa og krafist úrbóta. Ríkið þarf að einfalda stjórnsýsluna. Flutningur húsnæðismála og byggingarmála yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti væri gott fyrsta skref. Einföldun, aukin skilvirkni og breytt skipulag eru fyrstu skref í átt að þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun