Kostnaður við útboð og skráningu Arion banka á þriðja milljarð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Hlutafjárútboð Arion hófst í gær. Vísir/eyþór Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. Hlutafjárútboðið hófst í gær en gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með bréf í bankanum í Nasdaq-kauphöllinni hér á landi og í Stokkhólmi verði 15. júní. Gengi bréfanna, sem Kaupþing og Attestor bjóða til sölu í útboðinu, er á bilinu 0,6 til 0,7 miðað við eigið fé bankans. Að lágmarki verður 22,63 prósenta hlutur seldur en heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í 36,2 prósenta hlut. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran eignarhlut en Attestor, sem á 12,4 prósent, mun selja allt að tveggja prósenta hlut. Kostnaður Arion banka vegna útboðsins og skráningarinnar er áætlaður um einn milljarður króna, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni sem birt var í gær. Þá er gert ráð fyrir því að samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður, þar á meðal við lögbundna skýrslugerð og skráningu, og upphæðir sem seljendurnir, Kaupþing og Attestor, greiða vegna útboðsins verði á annan milljarð króna. Endanlegur kostnaður mun ráðast af ýmsum þáttum. Að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verðbilinu, það er á genginu 0,65 miðað við eigið fé, hluturinn sem verður seldi verði mitt á milli 22,63 og 36,2 prósent og að umframsöluréttur verði ekki nýttur, þá er áætlaður kostnaður um það bil 1.474 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00 Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Samanlagður kostnaður við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka, sem leggst á annars vegar bankann og hins vegar Kaupþing og vogunarsjóðinn Attestor Capital, mun nema á þriðja milljarð króna. Hlutafjárútboðið hófst í gær en gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með bréf í bankanum í Nasdaq-kauphöllinni hér á landi og í Stokkhólmi verði 15. júní. Gengi bréfanna, sem Kaupþing og Attestor bjóða til sölu í útboðinu, er á bilinu 0,6 til 0,7 miðað við eigið fé bankans. Að lágmarki verður 22,63 prósenta hlutur seldur en heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í 36,2 prósenta hlut. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran eignarhlut en Attestor, sem á 12,4 prósent, mun selja allt að tveggja prósenta hlut. Kostnaður Arion banka vegna útboðsins og skráningarinnar er áætlaður um einn milljarður króna, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni sem birt var í gær. Þá er gert ráð fyrir því að samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður, þar á meðal við lögbundna skýrslugerð og skráningu, og upphæðir sem seljendurnir, Kaupþing og Attestor, greiða vegna útboðsins verði á annan milljarð króna. Endanlegur kostnaður mun ráðast af ýmsum þáttum. Að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verðbilinu, það er á genginu 0,65 miðað við eigið fé, hluturinn sem verður seldi verði mitt á milli 22,63 og 36,2 prósent og að umframsöluréttur verði ekki nýttur, þá er áætlaður kostnaður um það bil 1.474 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00 Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00
Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni. 31. maí 2018 06:00
Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. 17. maí 2018 12:16