Rannsaka hvort fíflar geti nýst í sólarvörn Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Áhugi Önnu Maríu á viðfangsefninu kviknaði vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. Vísir/STEFán Hugsanlegt er að hægt verði að þróa sólarvörn úr efnum sem finnast í túnfíflum og skarifífli. Anna Maria Trang Davíðsdóttir, meistaranemi í matvælafræði, hefur í vetur verið að skoða polyphenol, sem eru lífvirk andoxunarefni í túnfíflum og skarifífli. Anna María hefur verið að kanna hvernig efnin hegða sér undir ljósi og hvernig efnin varðveitist og hvaða geymsluaðferðir séu bestar. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé engin framleiðsla komin í gang. „En þetta er mjög öflugt andoxunarefni og í framtíðinni mætti hugsanlega nýta það í sólarvörn. Síðasta mælingin verður í júlí og þá get ég nokkurn veginn sagt til um áhrif ljóss á hegðun polyphenola í túnfíflum og skarifíflum. En þangað til er ég svolítið með þetta í lausu lofti,“ segir hún.Gulir, rétt eins og sólin.Vísir/gettyAnna María hefur unnið verkefnið undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar, prófessors við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóra hjá TARAMAR ehf., og Björns Aðalbjörnssonar lektors. Rannsóknirnar eru unnar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. „Það hefur gagnast mér mjög vel og er alveg frábært. Ég fæ alla vega allt sem mig vantar, sem er mjög mikilvægt þegar maður þarf að mæla svona sérstakt efni,“ segir Anna María. Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor í matvæla- og næringarfræðideild við Háskóla Íslands og annar leiðbeinanda Önnu Maríu, kannast ekki við að mikið sé unnið með fífla í rannsóknum og nýsköpun í matvæla- og næringarfræði. Hann vekur athygli á því að Anna María hafi fengið áhuga á viðfangsefninu vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. „Hún er að skoða hvernig hægt er að nýta þetta betur, frekar en að slá þetta bara úti á túni og henda þessu,“ segir Björn Viðar. Töluvert sé um nýsköpun í matvælafræðinni. „Það eru nokkur verkefni í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Hugsanlegt er að hægt verði að þróa sólarvörn úr efnum sem finnast í túnfíflum og skarifífli. Anna Maria Trang Davíðsdóttir, meistaranemi í matvælafræði, hefur í vetur verið að skoða polyphenol, sem eru lífvirk andoxunarefni í túnfíflum og skarifífli. Anna María hefur verið að kanna hvernig efnin hegða sér undir ljósi og hvernig efnin varðveitist og hvaða geymsluaðferðir séu bestar. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé engin framleiðsla komin í gang. „En þetta er mjög öflugt andoxunarefni og í framtíðinni mætti hugsanlega nýta það í sólarvörn. Síðasta mælingin verður í júlí og þá get ég nokkurn veginn sagt til um áhrif ljóss á hegðun polyphenola í túnfíflum og skarifíflum. En þangað til er ég svolítið með þetta í lausu lofti,“ segir hún.Gulir, rétt eins og sólin.Vísir/gettyAnna María hefur unnið verkefnið undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar, prófessors við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóra hjá TARAMAR ehf., og Björns Aðalbjörnssonar lektors. Rannsóknirnar eru unnar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. „Það hefur gagnast mér mjög vel og er alveg frábært. Ég fæ alla vega allt sem mig vantar, sem er mjög mikilvægt þegar maður þarf að mæla svona sérstakt efni,“ segir Anna María. Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor í matvæla- og næringarfræðideild við Háskóla Íslands og annar leiðbeinanda Önnu Maríu, kannast ekki við að mikið sé unnið með fífla í rannsóknum og nýsköpun í matvæla- og næringarfræði. Hann vekur athygli á því að Anna María hafi fengið áhuga á viðfangsefninu vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. „Hún er að skoða hvernig hægt er að nýta þetta betur, frekar en að slá þetta bara úti á túni og henda þessu,“ segir Björn Viðar. Töluvert sé um nýsköpun í matvælafræðinni. „Það eru nokkur verkefni í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira