Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. júní 2018 14:56 Myndin er sviðsett en myndir af raunverulegum Xanax töflum eru neðar í fréttinni Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. Um er að ræða innfluttar bandarískar og ástralskar töflur eftir því sem fréttastofa kemst næst. Mikið magn hafi nýlega komið frá Ástralíu. Þá eru einhver dæmi um falsaðar Xanax töflur sem eru pressaðar af óprúttnum aðilum og geta innihaldið allskyns hættuleg efni.Íslenskur sölumaður með Xanax töflur í boðiVísirInnihaldsefnið í raunverulegum Xanax töflum er Alprazolam, sem er róandi lyf og lyfseðilsskylt á Íslandi. Yfirleitt er það afgreitt undir nafninu Tafil í apótekum hér á landi. Það hefur ekki ósvipaða virkni og Valíum en er töluvert sterkara. Töflurnar ganga kaupum og sölum á netinu, eru ílangar og innihalda tveggja milligramma skammt. Hver tafla kosta um 2 þúsund krónur í lausasölu á svörtum markaði en verðið lækkar hratt þegar keypt er í magni og dæmi eru um 50% magnafslátt. Efnið er gríðarlega sterkt og ein 2mg tafla getur rotað óvana, sérstaklega ef áfengi er haft um hönd á sama tíma. Þá getur neyslan framkallað ruglástand og langvarandi minnisleysi.Sölumaður býður magnafsláttVísirBandaríski rapparinn Lil Peep lést meðal annars vegna neyslu Xanax seint á síðasta ári. Amy Winehouse var með lyfið í líkamanum þegar hún lést og sömu sögu má segja um leikkonuna Brittany Murphy og plötusnúðinn DJ AM. Ástæða þess að lyfið kemur við sögu í svo mörgum dauðsföllum er að það hægir mjög á öndun og getur auðveldlega valdið öndunarstoppi og dauða, sérstaklega ef þess er neytt með áfengi eða öðrum vímugjöfum. Auk Xanax virðist stóraukið framboð á Oxycontin töflum á svörtum markaði hér á landi undanfarið. Það er sterkt morfínskylt lyf og hefur verið kallað „sveitalubba-heróín“ í Bandaríkjunum, enda áhrifin nánast þau sömu og af heróíní. Oxycontin töflurnar hafa lengi gengið kaupum og sölum hér á landi og var talað um að fíklar keyptu þær oft af krabbameinssjúklingum. Framboðið nú er hins vegar svo mikið að hægt er að útiloka að stór hluti af því komi frá íslenskum apótekum. Þá hefur verið mikið um Oxycontin töflur í umferð sem merktar eru með spænskum texta á umbúðunum og því væntanlega fluttar inn frá Spáni eða rómönsku Ameríku.Oxycontin með spænskum texta, í þessu tilviki er framleiðandinn lyfjafyrirtæki á SpániVísir Lyf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. Um er að ræða innfluttar bandarískar og ástralskar töflur eftir því sem fréttastofa kemst næst. Mikið magn hafi nýlega komið frá Ástralíu. Þá eru einhver dæmi um falsaðar Xanax töflur sem eru pressaðar af óprúttnum aðilum og geta innihaldið allskyns hættuleg efni.Íslenskur sölumaður með Xanax töflur í boðiVísirInnihaldsefnið í raunverulegum Xanax töflum er Alprazolam, sem er róandi lyf og lyfseðilsskylt á Íslandi. Yfirleitt er það afgreitt undir nafninu Tafil í apótekum hér á landi. Það hefur ekki ósvipaða virkni og Valíum en er töluvert sterkara. Töflurnar ganga kaupum og sölum á netinu, eru ílangar og innihalda tveggja milligramma skammt. Hver tafla kosta um 2 þúsund krónur í lausasölu á svörtum markaði en verðið lækkar hratt þegar keypt er í magni og dæmi eru um 50% magnafslátt. Efnið er gríðarlega sterkt og ein 2mg tafla getur rotað óvana, sérstaklega ef áfengi er haft um hönd á sama tíma. Þá getur neyslan framkallað ruglástand og langvarandi minnisleysi.Sölumaður býður magnafsláttVísirBandaríski rapparinn Lil Peep lést meðal annars vegna neyslu Xanax seint á síðasta ári. Amy Winehouse var með lyfið í líkamanum þegar hún lést og sömu sögu má segja um leikkonuna Brittany Murphy og plötusnúðinn DJ AM. Ástæða þess að lyfið kemur við sögu í svo mörgum dauðsföllum er að það hægir mjög á öndun og getur auðveldlega valdið öndunarstoppi og dauða, sérstaklega ef þess er neytt með áfengi eða öðrum vímugjöfum. Auk Xanax virðist stóraukið framboð á Oxycontin töflum á svörtum markaði hér á landi undanfarið. Það er sterkt morfínskylt lyf og hefur verið kallað „sveitalubba-heróín“ í Bandaríkjunum, enda áhrifin nánast þau sömu og af heróíní. Oxycontin töflurnar hafa lengi gengið kaupum og sölum hér á landi og var talað um að fíklar keyptu þær oft af krabbameinssjúklingum. Framboðið nú er hins vegar svo mikið að hægt er að útiloka að stór hluti af því komi frá íslenskum apótekum. Þá hefur verið mikið um Oxycontin töflur í umferð sem merktar eru með spænskum texta á umbúðunum og því væntanlega fluttar inn frá Spáni eða rómönsku Ameríku.Oxycontin með spænskum texta, í þessu tilviki er framleiðandinn lyfjafyrirtæki á SpániVísir
Lyf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira