Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor.
Mehmet Altıparmak þjálfari BB Erzurumspor staðfestir við sabah.com að Kári muni skrifa undir samning við liðið eftir HM í Rússlandi.
BB Erzurumspor vann sig upp úr tyrknesku b-deildinni á síðustu leiktíð og verður nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.
Kári vakti athygli fyrir frábæra frammistöðu sína með íslenska landsliðinu á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu og nú þremur dögum síðar er hann kominn með nýjan atvinnumannasamning.
Kári spilaði með Aberdeen í Skotlandi á síðustu leiktíð og ætlaði að klára tímabilið með Víkingum en ekkert verður af því.
Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





