Ekki hlaupið að því að finna eftirmann Heimis Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 22:00 Heimir Hallgrímsson hefur stýrt íslenska landsliðinu í á sjöunda ár. Hann fagnaði á dögunum 51 árs afmæli sínu. Vísir/Vilhelm Líklega eru fáir landsliðsþjálfarar sem hafa vakið meiri athygli undanfarin misseri en Eyjapeyinn Heimir Hallgrímsson. Samningur hans við KSÍ rennur út eftir heimsmeistaramótið og hafa Heimir og KSÍ ákveðið að bíða með frekari viðræður þar til eftir HM.Sjálfur hefur Heimir sagst vilja skoða hvað verði í boði. Sem verður alveg örugglega eitthvað gott að mati Rúnars Vífils Arnarsonar landsliðsnefndarmanns. Rúnar Vífill mætti til Moskvu á laugardaginn en komu hans út seinkaði vegna veikinda. Hann fékk röng lyf sem gerðu honum erfitt fyrir. „Ég veiktist aðeins rétt áður en við fórum út. Ég varð að sitja eftir og jafna mig,“ segir Rúnar sem var til svara í Akraborginni á X-inu 977. Hann óttaðist að hann myndi missa af Argentínuleiknum. „Auðvitað hvarflaði það að mér en fór betur en á horfðist.“Rúnar Vífill var formaður landsliðsnefndar en Magnús Gylfason er það nú.Vísir/HjörturLandsliðsnefndin til aðstoðar og stuðnings Spurður um hlutverk sitt hér úti segist Rúnar auðvitað bara nýkominn út til móts við hina landsliðsnefndarmennina. Þar fer fremstur í flokki Magnús Gylfason, formaður nefndarinnar, sem mætti kalla leikjasérfræðing en hann sló í gegn á EM í Frakklandi að sögn strákanna. Hann kann þá list betur en flestir að stytta sér stundir. Þá er landsliðsmaðurinn fyrrverandi Ríkharður Daðason í nefndinni auk Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum.Frægt var að Lars Lagerbäck sagðist á sínum tíma ekki átta sig á hlutverki nefndarinnar. Hún lifir þó góðu lífi og virðist hafa skapast meiri ánægja með hana innan landsliðsins sjálfs þar sem var sömuleiðis lítill skilningur á hlutverki hennar. „Okkar hlutverk er svona að halda utan um þetta, vera okkar fólki til aðstoðar og stuðnings,“ segir Rúnar Vífill um hlutverk nefndarinnar.Formaður landsliðsnefndar, Magnús Gylfason, var til viðtals í Akraborginni á dögunum.Á von á að tilboð streymi til Heimis Rúnar, sem var formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur í langan tíma, hrósar landsliðsþjálfaranum í hástert. „Skipulagið er gríðarlega gott og hrein unun að fylgjast með Heimi þegar hann er að undirbúa strákana. Allt skipulag er engu líkt. Eitthvað sem við þekktum ekki fyrir tíu árum síðan. Lars innleiðir þetta, Heimir fylgdi þessu eftir og setti sinn stimpil á þetta.“ Hins vegar gæti staðreyndin verið sú að þegar landsliðið hefur keppni í Þjóðadeildinni í haust að Heimir verði farin á vit nýrra ævintýra. „Við verðum að íhuga að það geti verið niðurstaðan. Það kæmi mér verulega á óvart ef Heimir fengi ekki einhver tilboð,“ segir Rúnar Vífill.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA á dögunum þar sem ákveðið var að HM 2026 færi fram í Norður-Ameríku.Vísir/GettyKSÍ með varaáætlun ef Heimir hættir Heimir grínast reglulega með það að hann sé svo vel launaður hjá KSÍ. Í erlendri samantekt í apríl kom fram að hann væri með sjö milljónir króna á mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest. „Ég held að það sé allt til þess vinnandi að halda honum. En lífið er nú þannig að það er erfitt að halda honum ef hann fær gott tilboð. Við verðum að sýna því skilning,“ segir Rúnar Vífill. KSÍ sé bundinn ákveðinn stakkur. „Ef Heimi býðst eitthvað spennandi tækifæri, og hann telur að það sé gott, verðum við bara að sætta okkur við það. Þá vandast málið að finna eftirmann. Það verður ekki hlaupið að því.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagðist í upphafi árs vera bjartsýnn á að halda Heimi en sagði enn fremur að KSÍ ætli að vera tilbúið með varaáætlun fari svo að Heimir yfirgefi landsliðið. „Við verðum að sjálfsögðu tilbúin með varaáætlun ef til þess kemur en fyrsti kostur er eins og ég segi að semja aftur við Heimi Hallgrímsson,“ segir Guðni Bergsson.Viðtalið við Rúnar Vífil má heyra í heild hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Líklega eru fáir landsliðsþjálfarar sem hafa vakið meiri athygli undanfarin misseri en Eyjapeyinn Heimir Hallgrímsson. Samningur hans við KSÍ rennur út eftir heimsmeistaramótið og hafa Heimir og KSÍ ákveðið að bíða með frekari viðræður þar til eftir HM.Sjálfur hefur Heimir sagst vilja skoða hvað verði í boði. Sem verður alveg örugglega eitthvað gott að mati Rúnars Vífils Arnarsonar landsliðsnefndarmanns. Rúnar Vífill mætti til Moskvu á laugardaginn en komu hans út seinkaði vegna veikinda. Hann fékk röng lyf sem gerðu honum erfitt fyrir. „Ég veiktist aðeins rétt áður en við fórum út. Ég varð að sitja eftir og jafna mig,“ segir Rúnar sem var til svara í Akraborginni á X-inu 977. Hann óttaðist að hann myndi missa af Argentínuleiknum. „Auðvitað hvarflaði það að mér en fór betur en á horfðist.“Rúnar Vífill var formaður landsliðsnefndar en Magnús Gylfason er það nú.Vísir/HjörturLandsliðsnefndin til aðstoðar og stuðnings Spurður um hlutverk sitt hér úti segist Rúnar auðvitað bara nýkominn út til móts við hina landsliðsnefndarmennina. Þar fer fremstur í flokki Magnús Gylfason, formaður nefndarinnar, sem mætti kalla leikjasérfræðing en hann sló í gegn á EM í Frakklandi að sögn strákanna. Hann kann þá list betur en flestir að stytta sér stundir. Þá er landsliðsmaðurinn fyrrverandi Ríkharður Daðason í nefndinni auk Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum.Frægt var að Lars Lagerbäck sagðist á sínum tíma ekki átta sig á hlutverki nefndarinnar. Hún lifir þó góðu lífi og virðist hafa skapast meiri ánægja með hana innan landsliðsins sjálfs þar sem var sömuleiðis lítill skilningur á hlutverki hennar. „Okkar hlutverk er svona að halda utan um þetta, vera okkar fólki til aðstoðar og stuðnings,“ segir Rúnar Vífill um hlutverk nefndarinnar.Formaður landsliðsnefndar, Magnús Gylfason, var til viðtals í Akraborginni á dögunum.Á von á að tilboð streymi til Heimis Rúnar, sem var formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur í langan tíma, hrósar landsliðsþjálfaranum í hástert. „Skipulagið er gríðarlega gott og hrein unun að fylgjast með Heimi þegar hann er að undirbúa strákana. Allt skipulag er engu líkt. Eitthvað sem við þekktum ekki fyrir tíu árum síðan. Lars innleiðir þetta, Heimir fylgdi þessu eftir og setti sinn stimpil á þetta.“ Hins vegar gæti staðreyndin verið sú að þegar landsliðið hefur keppni í Þjóðadeildinni í haust að Heimir verði farin á vit nýrra ævintýra. „Við verðum að íhuga að það geti verið niðurstaðan. Það kæmi mér verulega á óvart ef Heimir fengi ekki einhver tilboð,“ segir Rúnar Vífill.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA á dögunum þar sem ákveðið var að HM 2026 færi fram í Norður-Ameríku.Vísir/GettyKSÍ með varaáætlun ef Heimir hættir Heimir grínast reglulega með það að hann sé svo vel launaður hjá KSÍ. Í erlendri samantekt í apríl kom fram að hann væri með sjö milljónir króna á mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest. „Ég held að það sé allt til þess vinnandi að halda honum. En lífið er nú þannig að það er erfitt að halda honum ef hann fær gott tilboð. Við verðum að sýna því skilning,“ segir Rúnar Vífill. KSÍ sé bundinn ákveðinn stakkur. „Ef Heimi býðst eitthvað spennandi tækifæri, og hann telur að það sé gott, verðum við bara að sætta okkur við það. Þá vandast málið að finna eftirmann. Það verður ekki hlaupið að því.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagðist í upphafi árs vera bjartsýnn á að halda Heimi en sagði enn fremur að KSÍ ætli að vera tilbúið með varaáætlun fari svo að Heimir yfirgefi landsliðið. „Við verðum að sjálfsögðu tilbúin með varaáætlun ef til þess kemur en fyrsti kostur er eins og ég segi að semja aftur við Heimi Hallgrímsson,“ segir Guðni Bergsson.Viðtalið við Rúnar Vífil má heyra í heild hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira