Aron Einar grét fyrir stóru stundina Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 13:30 Aron Einar Gunnarsson rúllaði þessum vini sínum út á iðagrænt grasið á Spartak-leikvanginum í einum athyglisverðasta leiknum á HM í Rússlandi. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði spilaði 75 mínútur gegn Argentínu. Þetta var hans fyrsti leikur síðan í b-deildinni á Englandi með Cardiff í lok apríl. Aron sjálfur og þjóðin voru lengi í vafa um hvort hann yrði klár í leikinn. Hann átti flottan leik eins og allt íslenska liðið. „Það var sérstök stund fyrir sjálfan mig að ná þessum Argentínuleik. Ég tók smá stund fyrir sjálfan mig fyrir leik, þurrkaði tárin og drullaði mér svo út á völl,“ sagði Aron í viðtail í Akraborginni á X-inu 977. Aron tók því rólega á opinni æfingu landsliðsins laugardaginn 10. júní. Eftir það sá enginn hann æfa en Heimir Hallgrímsson sagði alltaf að Aron yrði klár og myndi spila. „Þetta er búið að vera mikil vinna síðustu fimm vikur. Virkilega góð tilfinning að ná þessu eftir allt sem hefur gengið á. Er ég að fara að ná HM eða ekki? Mann hefur alltaf dreymt um að spila á HM.“Landsliðsfyrirliðarnir eigast við á Spartak-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/VilhelmViss um að spila við lendingu Aron var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Argentínu en fannst liðið falla of langt niður á völlinn í síðari hálfleik. Hver sókn Argentínu á fætur annarri dundi á okkar mönnum. „Þetta minnti mann smá á Austurríkisleikinn, hvers langt niður við droppuðum,“ segir Aron og á við 2-1 sigur Íslands í París á EM fyrir tveimur árum. Austurríkismenn þurftu mark og Íslendingar voru í nauðvörn. En úr skyndisókn kom sigurmark Íslands og sæti í 16-liða úrslitunum var gulltryggt. Aron segist hafa verið fullviss um að hann næði leiknum þegar flugvél landsliðsins lenti í Rússlandi þann 9. júní, sléttri viku fyrir leik. „Þá leið mér betur, búinn að vinna mikið með sjúkraþjálfurunum og gekk bara vel. Svo þegar við vorum komnir hingað, ég tók þessa rólegu æfingu eftir flugið, þá leið mér eins og ég væri mættur. Fékk second wind sem keyrði mig í leikinn,“ segir Aron. Fimm vikna endurhæfing að baki sem virðist hafa verið lögð hárrétt upp. „Þetta var mikil vinna. Þetta var alltaf að fara að vera blóð, sviti og tár en ég var staðráðinn í að ná þessu. Bara sett full steam ahead,“ segir fyrirliðinn. Hausinn og adrenalínið á Spartak-leikvanginum hafi komið honum í gegnum Argentínuleikinn.Aron og Messi fara yfir málin með pólska dómaranum fyrir leik. Aron lét það alveg vera að biðja um treyju Messi eftir leik, sú fór til Birkis Bjarnasonar.Vísir/VilhelmAftur stærsti leikur sögunnar Þjóðinni líður eins og Ísland hafi unnið frækinn sigur á Argentínu þótt niðurstaðan hafi verið að stigununum var skipt jafnt á milli liðanna. Eitt stig, ekki þrjú. Aron Einar segir liðið komið niður á jörðina. „Já, það var gert strax eftir leik. Við áttum okkur á því. Þetta var gott stig og setur klárlega standardinn,“ segir Aron Einar. Líkt og eftir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik, lið sem átti eftir að fara alla leið í keppninni. Strákarnir fá góða pásu milli fyrsta og annars leiks sem verður gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. „Núna er bara annar stærsti leikur sögunnar gegn Nígeríu. Við þurfum að gíra okkur upp í hann,“ segir Aron Einar.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í meðferð á æfingasvæðinu í Kabardinka daginn eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÆtlar að fjölga mínútunum „Það verður annar erfiður leikur. Þeir koma til okkar með núll punkta og vilja klárlega sækja þessi þrjú stig. Þurfum að vera á tánum mæta þeim af krafti því þeir koma pottþétt í leikinn með krafti og ætla að rúlla yfir okkur. Við þurfum að standa þéttir og með kassann út.“ Aron Einar spilaði sem fyrr segir 75 mínútur en planið sé að ná enn fleiri mínútum gegn Nígeríu. „Við vorum ekki með neinn x-fjölda mínútna. Heimir nikkaði á mig á 70. mínútu, var farinn að sjá að ég var orðinn svolítið þreyttur. Ég ákvað að gefa honum auka fimm mínútur svo varamaðurinn sem var að koma inn á gæti hitað aðeins lengur. Að ná 75 mínútum var framar vonum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði spilaði 75 mínútur gegn Argentínu. Þetta var hans fyrsti leikur síðan í b-deildinni á Englandi með Cardiff í lok apríl. Aron sjálfur og þjóðin voru lengi í vafa um hvort hann yrði klár í leikinn. Hann átti flottan leik eins og allt íslenska liðið. „Það var sérstök stund fyrir sjálfan mig að ná þessum Argentínuleik. Ég tók smá stund fyrir sjálfan mig fyrir leik, þurrkaði tárin og drullaði mér svo út á völl,“ sagði Aron í viðtail í Akraborginni á X-inu 977. Aron tók því rólega á opinni æfingu landsliðsins laugardaginn 10. júní. Eftir það sá enginn hann æfa en Heimir Hallgrímsson sagði alltaf að Aron yrði klár og myndi spila. „Þetta er búið að vera mikil vinna síðustu fimm vikur. Virkilega góð tilfinning að ná þessu eftir allt sem hefur gengið á. Er ég að fara að ná HM eða ekki? Mann hefur alltaf dreymt um að spila á HM.“Landsliðsfyrirliðarnir eigast við á Spartak-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/VilhelmViss um að spila við lendingu Aron var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Argentínu en fannst liðið falla of langt niður á völlinn í síðari hálfleik. Hver sókn Argentínu á fætur annarri dundi á okkar mönnum. „Þetta minnti mann smá á Austurríkisleikinn, hvers langt niður við droppuðum,“ segir Aron og á við 2-1 sigur Íslands í París á EM fyrir tveimur árum. Austurríkismenn þurftu mark og Íslendingar voru í nauðvörn. En úr skyndisókn kom sigurmark Íslands og sæti í 16-liða úrslitunum var gulltryggt. Aron segist hafa verið fullviss um að hann næði leiknum þegar flugvél landsliðsins lenti í Rússlandi þann 9. júní, sléttri viku fyrir leik. „Þá leið mér betur, búinn að vinna mikið með sjúkraþjálfurunum og gekk bara vel. Svo þegar við vorum komnir hingað, ég tók þessa rólegu æfingu eftir flugið, þá leið mér eins og ég væri mættur. Fékk second wind sem keyrði mig í leikinn,“ segir Aron. Fimm vikna endurhæfing að baki sem virðist hafa verið lögð hárrétt upp. „Þetta var mikil vinna. Þetta var alltaf að fara að vera blóð, sviti og tár en ég var staðráðinn í að ná þessu. Bara sett full steam ahead,“ segir fyrirliðinn. Hausinn og adrenalínið á Spartak-leikvanginum hafi komið honum í gegnum Argentínuleikinn.Aron og Messi fara yfir málin með pólska dómaranum fyrir leik. Aron lét það alveg vera að biðja um treyju Messi eftir leik, sú fór til Birkis Bjarnasonar.Vísir/VilhelmAftur stærsti leikur sögunnar Þjóðinni líður eins og Ísland hafi unnið frækinn sigur á Argentínu þótt niðurstaðan hafi verið að stigununum var skipt jafnt á milli liðanna. Eitt stig, ekki þrjú. Aron Einar segir liðið komið niður á jörðina. „Já, það var gert strax eftir leik. Við áttum okkur á því. Þetta var gott stig og setur klárlega standardinn,“ segir Aron Einar. Líkt og eftir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik, lið sem átti eftir að fara alla leið í keppninni. Strákarnir fá góða pásu milli fyrsta og annars leiks sem verður gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. „Núna er bara annar stærsti leikur sögunnar gegn Nígeríu. Við þurfum að gíra okkur upp í hann,“ segir Aron Einar.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í meðferð á æfingasvæðinu í Kabardinka daginn eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÆtlar að fjölga mínútunum „Það verður annar erfiður leikur. Þeir koma til okkar með núll punkta og vilja klárlega sækja þessi þrjú stig. Þurfum að vera á tánum mæta þeim af krafti því þeir koma pottþétt í leikinn með krafti og ætla að rúlla yfir okkur. Við þurfum að standa þéttir og með kassann út.“ Aron Einar spilaði sem fyrr segir 75 mínútur en planið sé að ná enn fleiri mínútum gegn Nígeríu. „Við vorum ekki með neinn x-fjölda mínútna. Heimir nikkaði á mig á 70. mínútu, var farinn að sjá að ég var orðinn svolítið þreyttur. Ég ákvað að gefa honum auka fimm mínútur svo varamaðurinn sem var að koma inn á gæti hitað aðeins lengur. Að ná 75 mínútum var framar vonum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira