Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:32 William Hague er enn þungavigtarmaður í Íhaldsflokknum. Vísir/Getty Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. Í grein sem hann ritar í The Daily Telegraph segir Haugue að stríðið sem Bretar hafi háð við fíkniefnið hafi algjörlega tapast. Mál 12 ára flogaveiks drengs, sem fékk undanþágu til að nota kannabisolíu í meðferðarskyni, virðist hafa vera vendipunktur í umræðunni um notkun efnisins í Bretlandi. Fjölmargir íhaldsmenn hafa talað fyrir breytingum í málaflokknum, en enginn þó lengra en fyrrverandi formaðurinn. Mikið fjölmiðlafár braust út í Bretlandi í liðinni viku þegar kannabisolía var tekin af hinum 12 ára gamla Billy Caldwell á Heathrow-flugvelli. Mamma hans hafði reynt að flytja inn olíuna frá Kanada sem hún hugðist nota til að slá á einkenni flogaveikinnar sem drengurinn glímir við. Innanríkisráðuneytið skilaði hluta olíunnar eftir að heilbrigðisstarfsmenn höfðu staðfest að drengurinn þyrfti á olíunni að halda í lækningaskyni. Billy Caldwell var útskrifaður af spítala í gær en mun áfram neyta kannabisolíunnar heimafyrir.Billy Caldwell ásamt móður sinni fyrir utan spítalann í gær.Vísir/gettyFyrrnefndur Hague segir að Caldwell-málið sýni svart á hvítu hvað stefnan í málaflokknum er „óviðeigandi, óáhrifarík og gamaldags.“ Með því að skila hluta olíunnar hafi innanríkisráðuneytið í raun viðurkennt að löggjöfin sé „óverjandi.“ Hann skorar á aðra íhaldsmenn að vera jafn framsækna og stjórnvöld í Kanada sem íhuga nú að leyfa neyslu kannabis, jafnt í lækninga- sem og í afþreyingarskyni. Þar að auki segir Hague að margir milljarðar punda myndu hverfa af svarta markaðnum verði kannabis dregið upp á yfirborðið. Ummæli Hague bera með sér að hann hefur skipt rækilega um skoðun í málaflokknum. Þegar hann var leiðtogi íhaldsmanna á árunum 1997 til 2001 talaði hann ætíð fyrir harðri fíkniefnalöggjöf. Bresk stjórnvöld hafa sagst ætla að koma á laggirnar nefnd sérfræðinga, sem taka mun ákvarðanir um veitingu undanþága til notkunar kannabis í lækningaskyni.Grein William Hague má nálgast hér Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. Í grein sem hann ritar í The Daily Telegraph segir Haugue að stríðið sem Bretar hafi háð við fíkniefnið hafi algjörlega tapast. Mál 12 ára flogaveiks drengs, sem fékk undanþágu til að nota kannabisolíu í meðferðarskyni, virðist hafa vera vendipunktur í umræðunni um notkun efnisins í Bretlandi. Fjölmargir íhaldsmenn hafa talað fyrir breytingum í málaflokknum, en enginn þó lengra en fyrrverandi formaðurinn. Mikið fjölmiðlafár braust út í Bretlandi í liðinni viku þegar kannabisolía var tekin af hinum 12 ára gamla Billy Caldwell á Heathrow-flugvelli. Mamma hans hafði reynt að flytja inn olíuna frá Kanada sem hún hugðist nota til að slá á einkenni flogaveikinnar sem drengurinn glímir við. Innanríkisráðuneytið skilaði hluta olíunnar eftir að heilbrigðisstarfsmenn höfðu staðfest að drengurinn þyrfti á olíunni að halda í lækningaskyni. Billy Caldwell var útskrifaður af spítala í gær en mun áfram neyta kannabisolíunnar heimafyrir.Billy Caldwell ásamt móður sinni fyrir utan spítalann í gær.Vísir/gettyFyrrnefndur Hague segir að Caldwell-málið sýni svart á hvítu hvað stefnan í málaflokknum er „óviðeigandi, óáhrifarík og gamaldags.“ Með því að skila hluta olíunnar hafi innanríkisráðuneytið í raun viðurkennt að löggjöfin sé „óverjandi.“ Hann skorar á aðra íhaldsmenn að vera jafn framsækna og stjórnvöld í Kanada sem íhuga nú að leyfa neyslu kannabis, jafnt í lækninga- sem og í afþreyingarskyni. Þar að auki segir Hague að margir milljarðar punda myndu hverfa af svarta markaðnum verði kannabis dregið upp á yfirborðið. Ummæli Hague bera með sér að hann hefur skipt rækilega um skoðun í málaflokknum. Þegar hann var leiðtogi íhaldsmanna á árunum 1997 til 2001 talaði hann ætíð fyrir harðri fíkniefnalöggjöf. Bresk stjórnvöld hafa sagst ætla að koma á laggirnar nefnd sérfræðinga, sem taka mun ákvarðanir um veitingu undanþága til notkunar kannabis í lækningaskyni.Grein William Hague má nálgast hér
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira